Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2025 13:31 Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun