Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 12:04 Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun