Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 12:04 Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar