Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2025 13:00 Eitt öflugasta verkfærið sem við höfum í almannatengslum (PR) og samskiptum er endurtekning. Stór hluti almannatengsla snýst um að breyta viðhorfum, og við sem vinnum við þetta þekkjum að þurfa að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, með mismunandi aðferðum og í gegnum mismunandi miðla/boðrásir til þess að ná í gegn. Þetta er hluti af fortölutækni (e. persuasive techniques) en er líka ein ástæða þess að almannatengsl og ógreidd miðlun krefjast langtímastefnumótunar – það tekur einfaldlega lengri tíma að sjá árangur og sömu skilaboðin þurfa að koma oftar fram til að ná jafn mikilli dekkun og t.d. í greiddri miðlun. En endurtekningin er þó tvíeggja sverð og þar koma endurtekningaráhrif (e. illusory truth effect) inn í reikninginn. Hugtakið snýr að því að fólk er líklegra til að trúa einhverju, burtséð frá sannindum, eingöngu vegna þess að það hefur heyrt sama hlutinn nægilega oft. Sömu sögunni er sem sagt haldið endurtekið á lofti, ekkert bendir til sanninda en samt verður hún að „raunverleika“ hjá mörgum og getur þannig orðið lífseig. Upplýsinga-uppvakningar Það er alvarlegt umhugsunarefni að ekki þurfi meira en nokkrar endurtekningar til að sannfæra okkur, en vitsmunaleg leti (e. cognitive laziness) okkar sem samfélags fer einnig vaxandi sem hjálpar ekki. Gagnrýnin hugsun virðist líka vera á miklu undanhaldi svo að mögulega þarf ekki einu sinni það margar endurtekningar til. Að auki koma svefnáhrifin (e. sleeper effect) til sögunnar þar sem að fólk hættir að gera greinamun á áreiðanlegum og óáreiðanlegum upplýsingaveitum, þ.e. falsfrétt frá óáreiðanlegri heimild er slitin í sundur frá upprunaheimildinni og breytist smám saman í „sannleik“ í huga fólks. Þetta er vegna þess að, þrátt fyrir að við séum meðvituð um að upplýsingar gætu verið rangar, er geta okkar til að greina á milli ansi takmörkuð – sérstaklega þegar smá tími er liðinn og það fer að fenna yfir upprunann. Mætti jafnvel segja að við séum að verða að einhverskonar uppvakningum í ofhleðslu upplýsinga? Aftur að endurtekningunum. Þó að þær séu notaðar í almannatengslum og fyrirtækjum (t.d. með því að byggja upp orðspor og fletta ofan af krísum) og fjölmiðlum, bregður þessu fyrirbæri líka mikið fyrir í stjórnmálum þar sem sömu rangfærslurnar eru endurteknar nægilega oft þar til þær verða „staðreyndir“ í huga almennings. Sannfæringin verður svo enn auðveldari ef spilað er inn á skautun eða vitræna hlutdrægni (e. cognitive bias), þ.e. skoðanir og sleggjudóma sem eru nú þegar til staðar. Sumir nýta sér þessa taktík – og veikleika okkar sem upplýsinganeytenda – meira en aðrir, en engin nöfn skulu hér nefnd að sinni. Þegar tilfinningar og skoðanir skipta meira máli en staðreyndir Þessi þróun og ástand er ein af ástæðunum fyrir því að í dag er talað um að við lifum á svokölluðum „post-truth“ eða „handan-sannleiks“ tíma í stjórnmálasögunni, þar sem að fólk fylkist saman á grundvelli tilfinninga og oft andúðar gagnvart hinni hliðinni, frekar en á grundvelli staðreynda. Þetta eykur svo enn frekar á skautun og fjandsemi milli andstæðra sjónarmiða, og það er því miður orðið óalgeng sjón að sjá fólk ræða saman á málefnalegum og borgaralegum grundvelli. Þetta er því áminning um þá ábyrgð sem fylgir því að starfa í almannatengslum. Við vinnum með orðspor, skynjun og traust sem er allt vandmeðfarið. Það er auðvelt að misnota endurtekningaráhrifin og ein ástæða þess að siðferðileg og fagleg vinnubrögð skipta öllu máli. Það er ekki síður mikilvægt að byggja á staðreyndum og tryggja bæði heiðarleika og gagnsæi, en þetta er grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp varanlegt traust. Sem sagt: Endurtekningaráhrif geta verið gott tól fyrir sérfræðinga á sviði samskipta til að nýta sér endurtekningu til sannfæringar og nýta til góðs. Þess þá heldur er nauðsynlegt að fólk sem vinnur við að hafa áhrif á umræðu og breyta viðhorfum (eins og í fjölmiðlum og almannatengslum) séu með háan siðferðisþröskuld og starfi helst eftir einhverskonar siðareglum. Í draumaheimi ætti það sama auðvitað að gilda um stjórnmálafólk- og flokka, og þannig væri hægt að koma í veg fyrir misnotkun upplýsingavalds – en það verður ólíklega á næstunni. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn&Wolfe á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt öflugasta verkfærið sem við höfum í almannatengslum (PR) og samskiptum er endurtekning. Stór hluti almannatengsla snýst um að breyta viðhorfum, og við sem vinnum við þetta þekkjum að þurfa að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, með mismunandi aðferðum og í gegnum mismunandi miðla/boðrásir til þess að ná í gegn. Þetta er hluti af fortölutækni (e. persuasive techniques) en er líka ein ástæða þess að almannatengsl og ógreidd miðlun krefjast langtímastefnumótunar – það tekur einfaldlega lengri tíma að sjá árangur og sömu skilaboðin þurfa að koma oftar fram til að ná jafn mikilli dekkun og t.d. í greiddri miðlun. En endurtekningin er þó tvíeggja sverð og þar koma endurtekningaráhrif (e. illusory truth effect) inn í reikninginn. Hugtakið snýr að því að fólk er líklegra til að trúa einhverju, burtséð frá sannindum, eingöngu vegna þess að það hefur heyrt sama hlutinn nægilega oft. Sömu sögunni er sem sagt haldið endurtekið á lofti, ekkert bendir til sanninda en samt verður hún að „raunverleika“ hjá mörgum og getur þannig orðið lífseig. Upplýsinga-uppvakningar Það er alvarlegt umhugsunarefni að ekki þurfi meira en nokkrar endurtekningar til að sannfæra okkur, en vitsmunaleg leti (e. cognitive laziness) okkar sem samfélags fer einnig vaxandi sem hjálpar ekki. Gagnrýnin hugsun virðist líka vera á miklu undanhaldi svo að mögulega þarf ekki einu sinni það margar endurtekningar til. Að auki koma svefnáhrifin (e. sleeper effect) til sögunnar þar sem að fólk hættir að gera greinamun á áreiðanlegum og óáreiðanlegum upplýsingaveitum, þ.e. falsfrétt frá óáreiðanlegri heimild er slitin í sundur frá upprunaheimildinni og breytist smám saman í „sannleik“ í huga fólks. Þetta er vegna þess að, þrátt fyrir að við séum meðvituð um að upplýsingar gætu verið rangar, er geta okkar til að greina á milli ansi takmörkuð – sérstaklega þegar smá tími er liðinn og það fer að fenna yfir upprunann. Mætti jafnvel segja að við séum að verða að einhverskonar uppvakningum í ofhleðslu upplýsinga? Aftur að endurtekningunum. Þó að þær séu notaðar í almannatengslum og fyrirtækjum (t.d. með því að byggja upp orðspor og fletta ofan af krísum) og fjölmiðlum, bregður þessu fyrirbæri líka mikið fyrir í stjórnmálum þar sem sömu rangfærslurnar eru endurteknar nægilega oft þar til þær verða „staðreyndir“ í huga almennings. Sannfæringin verður svo enn auðveldari ef spilað er inn á skautun eða vitræna hlutdrægni (e. cognitive bias), þ.e. skoðanir og sleggjudóma sem eru nú þegar til staðar. Sumir nýta sér þessa taktík – og veikleika okkar sem upplýsinganeytenda – meira en aðrir, en engin nöfn skulu hér nefnd að sinni. Þegar tilfinningar og skoðanir skipta meira máli en staðreyndir Þessi þróun og ástand er ein af ástæðunum fyrir því að í dag er talað um að við lifum á svokölluðum „post-truth“ eða „handan-sannleiks“ tíma í stjórnmálasögunni, þar sem að fólk fylkist saman á grundvelli tilfinninga og oft andúðar gagnvart hinni hliðinni, frekar en á grundvelli staðreynda. Þetta eykur svo enn frekar á skautun og fjandsemi milli andstæðra sjónarmiða, og það er því miður orðið óalgeng sjón að sjá fólk ræða saman á málefnalegum og borgaralegum grundvelli. Þetta er því áminning um þá ábyrgð sem fylgir því að starfa í almannatengslum. Við vinnum með orðspor, skynjun og traust sem er allt vandmeðfarið. Það er auðvelt að misnota endurtekningaráhrifin og ein ástæða þess að siðferðileg og fagleg vinnubrögð skipta öllu máli. Það er ekki síður mikilvægt að byggja á staðreyndum og tryggja bæði heiðarleika og gagnsæi, en þetta er grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp varanlegt traust. Sem sagt: Endurtekningaráhrif geta verið gott tól fyrir sérfræðinga á sviði samskipta til að nýta sér endurtekningu til sannfæringar og nýta til góðs. Þess þá heldur er nauðsynlegt að fólk sem vinnur við að hafa áhrif á umræðu og breyta viðhorfum (eins og í fjölmiðlum og almannatengslum) séu með háan siðferðisþröskuld og starfi helst eftir einhverskonar siðareglum. Í draumaheimi ætti það sama auðvitað að gilda um stjórnmálafólk- og flokka, og þannig væri hægt að koma í veg fyrir misnotkun upplýsingavalds – en það verður ólíklega á næstunni. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn&Wolfe á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun