Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 18:30 Frá fundi fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í dag. EPA Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent