Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 18:30 Frá fundi fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í dag. EPA Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira