Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2025 12:32 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir starfsfólk embættisins á tveimur starfsstöðvum hafa veikst vegna myglu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk. Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk.
Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira