Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir og Kolbrún Eggertsdóttir skrifa 13. mars 2025 08:02 Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun