Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar 11. mars 2025 11:00 Sem fyrrverandi samnemandi Björns Þorsteinssonar í heimspeki við Háskóla Íslands, hafði ég þann heiður að fylgjast náið með honum sem nemanda. Oft sátum við hlið við hlið, og ég varð vitni að dugnaði og örlæti Björns. Hann tók reglulega upp fyrirlestra fyrir þá sem gátu ekki sótt þá, tryggði að allir hefðu aðgang að upplýsingunum sem vantaði. Glósur hans, sem hann deildi með mér, voru mjög vel skipulagðar ogskrifaðar, og endurspegluðu yfirburða skilning hans á því efni sem rætt var hverju sinni. Meðan ég glímdi við spurningar sem spruttu upp í fyrirlestrum, sá Björn stöðugt skýrari og stærri mynd. Í akademísku umhverfi, þar sem nemendur gætu verið flokkaðir sem góðir, betri eða bestir, taldi ég mig góðan námsmann, sá suma aðra sem betri, en Björn stóð alltaf upp úr sem framúrskarandi. Heimspeki er reyndar ekki keppnisíþrótt heldur ferðalag í átt að skilningi á kjarna hvers efnis með auðmýkt og beittri rökhugsun. Björn er framúrskarandi í þessu, og bætir jafnvel við húmor og mannlegri tengingu við stundum flókin hugtök. Þótt leiðir okkar hafa legið í ólíkar áttir síðustu þrjátíu árum, þá hef ég fylgst með starfi hans úr fjarlægð. Frá fyrstu ljóðabók hans til nýlegra fræðigreina og bóka, hafa verk hans sífellt heillað mig. Það er með djúpri sannfæringu sem ég styð Björn Þorsteinsson í embætti rektors. Hans framúrskarandi framkoma og dýpt í fræðaheiminum gerir hann að framúrskarandi frambjóðanda fyrir starfið. Höfundur er aðjúnkt við Háskóla Íslands, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og landstengiliður Íslands fyrir norrænt samstarf um símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sem fyrrverandi samnemandi Björns Þorsteinssonar í heimspeki við Háskóla Íslands, hafði ég þann heiður að fylgjast náið með honum sem nemanda. Oft sátum við hlið við hlið, og ég varð vitni að dugnaði og örlæti Björns. Hann tók reglulega upp fyrirlestra fyrir þá sem gátu ekki sótt þá, tryggði að allir hefðu aðgang að upplýsingunum sem vantaði. Glósur hans, sem hann deildi með mér, voru mjög vel skipulagðar ogskrifaðar, og endurspegluðu yfirburða skilning hans á því efni sem rætt var hverju sinni. Meðan ég glímdi við spurningar sem spruttu upp í fyrirlestrum, sá Björn stöðugt skýrari og stærri mynd. Í akademísku umhverfi, þar sem nemendur gætu verið flokkaðir sem góðir, betri eða bestir, taldi ég mig góðan námsmann, sá suma aðra sem betri, en Björn stóð alltaf upp úr sem framúrskarandi. Heimspeki er reyndar ekki keppnisíþrótt heldur ferðalag í átt að skilningi á kjarna hvers efnis með auðmýkt og beittri rökhugsun. Björn er framúrskarandi í þessu, og bætir jafnvel við húmor og mannlegri tengingu við stundum flókin hugtök. Þótt leiðir okkar hafa legið í ólíkar áttir síðustu þrjátíu árum, þá hef ég fylgst með starfi hans úr fjarlægð. Frá fyrstu ljóðabók hans til nýlegra fræðigreina og bóka, hafa verk hans sífellt heillað mig. Það er með djúpri sannfæringu sem ég styð Björn Þorsteinsson í embætti rektors. Hans framúrskarandi framkoma og dýpt í fræðaheiminum gerir hann að framúrskarandi frambjóðanda fyrir starfið. Höfundur er aðjúnkt við Háskóla Íslands, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og landstengiliður Íslands fyrir norrænt samstarf um símenntun.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar