Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar 11. mars 2025 10:01 Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun