Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar 11. mars 2025 07:02 Árið 1905 komu reykvískir kaupmenn Verzlunarskólanum á fót til að sinna aðkallandi þörf á sérmenntuðu starfsfólki í ört vaxandi viðskiptalífi. Skólinn óx með tíð og tíma og naut þar öflugs stuðnings Verzlunarráðs Íslands (sem nú heitir Viðskiptaráð). Námið lengdist, skólinn fékk leyfi til að brautskrá stúdenta, kom á fót stærðfræðideild og varð á níunda áratugnum leiðandi í forritunar- og tölvukennslu, en innan skólans var komið á laggirnar Tölvuháskólanum sem varð grunnurinn að Háskólanum í Reykjavík. Skólinn er enn í hópi fremstu framhaldsskóla hérlendis og fylgir ströngum viðmiðum sem tryggja að námið sé ekki bara til undirbúnings háskólanámi heldur fylgi einnig kröfum atvinnulífsins hverju sinni. Augljósar lausnir krefjast hugrekkis Augljós fylgni er milli afnáms samræmdra prófa annarsvegar og hnignandi námsárangurs og einkunnaverðbólgu hins vegar. Þetta hefur legið fyrir lengi en ánægjulegt að loks hafi verið dregið fram í dagsljósið hvers konar ójafnræði nemendur grunnskóla búa við og hversu lítill árangur er af starfi íslenskra grunnskóla. Bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Þar er efst á blaði upptaka samræmdra prófa líkt og tíðkast á hinum Norðurlöndunum en fátt bendir til þess að nýskipaður menntamálaráðherra muni rétta kúrsinn í þessum efnum. Viðskiptaráð Íslands hefur í nýlegum úttektum sínum og álitsgerðum dregið fram alvarlegan vanda skólakerfisins en ráðið er enn bakhjarl Verzlunarskólans. Tillögur Viðskiptaráðs hafa sætt harðri andstöðu kennaraforystunnar og stjórnvalda menntamála. Fátt bendir til þess að samræmd próf verði innleidd á nýjan leik og því hvet ég fulltrúaráð Verzlunarskólans, skólanefnd og stjórnendur skólans að taka upp inntökupróf. Með því að stíga þetta skref yrði tryggt að allir umsækjendur um skólavist yrðu metnir á jafnræðisgrundvelli, óháð mismunandi einkunnagjöf grunnskólanna. Inntökupróf myndu ekki eingöngu skapa sanngjarnt val við innritun í skólann heldur einnig senda skýr skilaboð þess efnis að raunveruleg þekking skipti mestu máli en ekki geðþótti einstakra kennara grunnskólanna eins og oft vill verða við það óljósa námsmat sem nú er við lýði. Með inntökuprófi yrðu grunnskólarnir hvattir til að stuðla að góðri og innihaldsríkri menntun. Inntökupróf ykju líkurnar á raunverulegum námsárangri nemenda og tryggðu að Verzlunarskólinn gæti tekið inn nemendur á grundvelli jafnræðis og kunnáttu. Samræmdur mælikvarði án samræmis? Nú er til umræðu svokallaður „nýr matsferill“ á námi í grunnskóla en mesta athygli hefur vakið skortur á gagnsæi en ekki stendur til að birta niðurstöður hans opinberlega. Skólar eiga að hafa val um hvort þeir nýti sér „matsferilinn“ eða ekki, og afar lítill hluti hans verður skylda. Í „matsferlinum“ er talað um samræmingu. Það er bara upp á punt því þarna er ekki að finna neina samræmingu eins hún er almennt skilgreind. Nemendum verður ekki gert skylt að þreyta umrædd próf og óheimilt verður að nota niðurstöðurnar við innritun nemenda í framhaldsskóla. Til hvers er námsmatið eiginlega ef óheimilt verður að nota það? Er staða grunnskólans ef til vill orðin svo slæm að stjórnvöldum er lífsins ómögulegt að horfast í augu við það og ætla því að fela vandann enn frekar? Er þetta ekki algjör uppgjöf kerfisins? Það skýtur skökku við að Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra hefur í ræðu og riti lagt mikla áherslu á sanngirni og jafnræði í skólakerfinu. En ef ekki á að vera til staðar eiginlegur mælikvarði á árangur námsins er nemendum mismunað. Áfram eiga framtíðarmöguleikar nemendanna því ekki að ráðast af þeirra eigin getu og vinnusemi heldur því hvernig þeirra skóli veitir einkunnir, sem í ofanálag eru á óskiljanlegum kvarða (í bókstöfum og litum) í stað þess að vera gefnar á skalanum 0 og upp í 10, sem er eitthvað sem allir skilja. Við erum skylduð til 10 ára grunnskólanáms og þegar meta á hvernig til hefur tekist er jafnræðisreglan þverbrotin, ekkert samræmi er í neinu mati. Tími kominn til aðgerða Verzlunarskólinn hefur í áranna rás sýnt sjálfstæði í stefnumótun og jafnvel virt að vettugi heimskulegar hugmyndir yfirvalda. Dæmi um það má nefna þegar skólinn neitaði að verða hverfisskóli á þeim tíma þegar nemendum var gert skylt að sækja eingöngu skóla í sínu hverfi. Ég myndi vilja að Verzlunarskólinn tæki enn á ný af skarið, sýndi sjálfstæði og djörfung og tæki upp inntökupróf. Það myndi staðfesta að skólinn ætlaði sér áfram að vera í fararbroddi íslenskra skóla, verða hreyfiafl til umbóta. Mér koma til hugar í þessu sambandi orð indversku sjálfstæðishetjunnar Mahatma Ghandi: „Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum.“ Þau minna okkur á að ekki er nóg að benda á vandamálin, það verður að taka af skarið og leita lausna, með eða án stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir frábæra umfjöllun um hnignun menntakerfis hérlendis undanfarna mánuði er það ekki nóg, það verður að framkvæma. Fulltrúaráð Verzlunarskólans, skólanefnd og stjórnendur skólans: Boltinn er hjá ykkur! Höfundur er nemandi við Verslunarskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Árið 1905 komu reykvískir kaupmenn Verzlunarskólanum á fót til að sinna aðkallandi þörf á sérmenntuðu starfsfólki í ört vaxandi viðskiptalífi. Skólinn óx með tíð og tíma og naut þar öflugs stuðnings Verzlunarráðs Íslands (sem nú heitir Viðskiptaráð). Námið lengdist, skólinn fékk leyfi til að brautskrá stúdenta, kom á fót stærðfræðideild og varð á níunda áratugnum leiðandi í forritunar- og tölvukennslu, en innan skólans var komið á laggirnar Tölvuháskólanum sem varð grunnurinn að Háskólanum í Reykjavík. Skólinn er enn í hópi fremstu framhaldsskóla hérlendis og fylgir ströngum viðmiðum sem tryggja að námið sé ekki bara til undirbúnings háskólanámi heldur fylgi einnig kröfum atvinnulífsins hverju sinni. Augljósar lausnir krefjast hugrekkis Augljós fylgni er milli afnáms samræmdra prófa annarsvegar og hnignandi námsárangurs og einkunnaverðbólgu hins vegar. Þetta hefur legið fyrir lengi en ánægjulegt að loks hafi verið dregið fram í dagsljósið hvers konar ójafnræði nemendur grunnskóla búa við og hversu lítill árangur er af starfi íslenskra grunnskóla. Bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Þar er efst á blaði upptaka samræmdra prófa líkt og tíðkast á hinum Norðurlöndunum en fátt bendir til þess að nýskipaður menntamálaráðherra muni rétta kúrsinn í þessum efnum. Viðskiptaráð Íslands hefur í nýlegum úttektum sínum og álitsgerðum dregið fram alvarlegan vanda skólakerfisins en ráðið er enn bakhjarl Verzlunarskólans. Tillögur Viðskiptaráðs hafa sætt harðri andstöðu kennaraforystunnar og stjórnvalda menntamála. Fátt bendir til þess að samræmd próf verði innleidd á nýjan leik og því hvet ég fulltrúaráð Verzlunarskólans, skólanefnd og stjórnendur skólans að taka upp inntökupróf. Með því að stíga þetta skref yrði tryggt að allir umsækjendur um skólavist yrðu metnir á jafnræðisgrundvelli, óháð mismunandi einkunnagjöf grunnskólanna. Inntökupróf myndu ekki eingöngu skapa sanngjarnt val við innritun í skólann heldur einnig senda skýr skilaboð þess efnis að raunveruleg þekking skipti mestu máli en ekki geðþótti einstakra kennara grunnskólanna eins og oft vill verða við það óljósa námsmat sem nú er við lýði. Með inntökuprófi yrðu grunnskólarnir hvattir til að stuðla að góðri og innihaldsríkri menntun. Inntökupróf ykju líkurnar á raunverulegum námsárangri nemenda og tryggðu að Verzlunarskólinn gæti tekið inn nemendur á grundvelli jafnræðis og kunnáttu. Samræmdur mælikvarði án samræmis? Nú er til umræðu svokallaður „nýr matsferill“ á námi í grunnskóla en mesta athygli hefur vakið skortur á gagnsæi en ekki stendur til að birta niðurstöður hans opinberlega. Skólar eiga að hafa val um hvort þeir nýti sér „matsferilinn“ eða ekki, og afar lítill hluti hans verður skylda. Í „matsferlinum“ er talað um samræmingu. Það er bara upp á punt því þarna er ekki að finna neina samræmingu eins hún er almennt skilgreind. Nemendum verður ekki gert skylt að þreyta umrædd próf og óheimilt verður að nota niðurstöðurnar við innritun nemenda í framhaldsskóla. Til hvers er námsmatið eiginlega ef óheimilt verður að nota það? Er staða grunnskólans ef til vill orðin svo slæm að stjórnvöldum er lífsins ómögulegt að horfast í augu við það og ætla því að fela vandann enn frekar? Er þetta ekki algjör uppgjöf kerfisins? Það skýtur skökku við að Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra hefur í ræðu og riti lagt mikla áherslu á sanngirni og jafnræði í skólakerfinu. En ef ekki á að vera til staðar eiginlegur mælikvarði á árangur námsins er nemendum mismunað. Áfram eiga framtíðarmöguleikar nemendanna því ekki að ráðast af þeirra eigin getu og vinnusemi heldur því hvernig þeirra skóli veitir einkunnir, sem í ofanálag eru á óskiljanlegum kvarða (í bókstöfum og litum) í stað þess að vera gefnar á skalanum 0 og upp í 10, sem er eitthvað sem allir skilja. Við erum skylduð til 10 ára grunnskólanáms og þegar meta á hvernig til hefur tekist er jafnræðisreglan þverbrotin, ekkert samræmi er í neinu mati. Tími kominn til aðgerða Verzlunarskólinn hefur í áranna rás sýnt sjálfstæði í stefnumótun og jafnvel virt að vettugi heimskulegar hugmyndir yfirvalda. Dæmi um það má nefna þegar skólinn neitaði að verða hverfisskóli á þeim tíma þegar nemendum var gert skylt að sækja eingöngu skóla í sínu hverfi. Ég myndi vilja að Verzlunarskólinn tæki enn á ný af skarið, sýndi sjálfstæði og djörfung og tæki upp inntökupróf. Það myndi staðfesta að skólinn ætlaði sér áfram að vera í fararbroddi íslenskra skóla, verða hreyfiafl til umbóta. Mér koma til hugar í þessu sambandi orð indversku sjálfstæðishetjunnar Mahatma Ghandi: „Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum.“ Þau minna okkur á að ekki er nóg að benda á vandamálin, það verður að taka af skarið og leita lausna, með eða án stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir frábæra umfjöllun um hnignun menntakerfis hérlendis undanfarna mánuði er það ekki nóg, það verður að framkvæma. Fulltrúaráð Verzlunarskólans, skólanefnd og stjórnendur skólans: Boltinn er hjá ykkur! Höfundur er nemandi við Verslunarskóla Íslands.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun