Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 23:17 Stephen A. Smith og LeBron James. Keith Birmingham/Getty Images Los Angeles Lakers vann virkilega góðan sigur á New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Orðakast Stephen A. Smith, helsta NBA-sérfræðings EPNS, og stórstjörnunnar LeBron James eftir leik vöktu hins vegar hvað mesta athygli. Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira