Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar 9. mars 2025 07:03 Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar