Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar 9. mars 2025 07:03 Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun