Enski boltinn

Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana

Sindri Sverrisson skrifar
Marc Cucurella fagnar eftir að hafa brotið ísinn fyrir Chelsea í dag.
Marc Cucurella fagnar eftir að hafa brotið ísinn fyrir Chelsea í dag. AP/Dave Shopland

Chelsea komst upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, upp fyrir Englandsmeistara Manchester City, með 1-0 sigri gegn Leicester í dag.

Chelsea komst upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, upp fyrir Englandsmeistara Manchester City, með 1-0 sigri gegn Leicester í dag.

Spænski bakvörðurinn Marc Cucurella gerði gæfumuninn í dag en hann skoraði sigurmarkið með skoti af vítateigslínunni á 60. mínútu.

Chelsea hafði fengið kjörið tækifæri til að komast yfir um miðjan fyrri háflleik, þegar Jadon Sancho krækti í vítaspyrnu, en sá sögulegi atburður gerðist að Cole Palmer klúðraði víti, í fyrsta sinn síðan hann hóf að spila í ensku úrvalsdeildinni. Mads Hermansen skutlaði sér til hliðar og varði vítið vel.

Chelsea er nú með 49 stig í 4. sætinu, tveimur stigum á undan City og þremur á undan Brighton en afar líklegt er að fimm efstu liðin í deildinni komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Leicester er eftir sem áður í fallsæti, með 17 stig í næstneðsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×