West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 22:32 Jarrod Bowen fagnar sigurmarki sínu fyrir West Ham á móti Arsenal á dögunum. AFP/JUSTIN TALLIS Leikmannahópur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham á árinu 2024 kostaði sitt og það sýnir líka ný úttekt Knattspyrnusambands Evrópu. Ný skýrsla á vegum UEFA, European Club Finance and Investment Landscape (ECFIL), sýnir svart á hvítu hvaða leikmenn evrópskra liða kostuðu miðað við hvernig leikmannhópar þeirra litu út í árslok 2024. Yfirburðir ensku úrvalsdeildarinnar koma vel í ljós í skýrslunni. Fjögur dýrustu liðin spila í ensku deildinni og enska úrvalsdeildin á alls níu af dýrustu tuttugu leikmannahópunum. Eitt af þessum níu liðum er Lundúnalið West Ham. Liðið eyddi stórum upphæðum í leikmenn fyrir 2023-24 tímabilið þegar það sótti menn eins og Mohammed Kudus, Edson Álvarez og James Ward-Prowse. Það þýddi um leið að lið West Ham árið 2024 kostaði meira en stórlið eins og Barcelona á Spáni og AC Milan á Ítalíu. ESPN segir frá. West Ham hefur haldið áfram að fjárfesta í leikmönnum en fyrir núverandi tímabili komu til liðsins Max Kilman, Crysencio Summerville og Niclas Füllkrug. Þrátt fyrir alla þessa eyðslu þá náði West Ham bara níunda sæti í ensku deildinni tímabilið 2023-24 en í dag er liðið bara í fimmtánda sæti. Barcelona er náttúrulega að glíma við mikla fjárhagserfiðleika og hefur treyst meira á að fá menn á láni eða á frjálsri sölu. AC Milan hefur heldur ekki keypt mikið af mönnum en sótti þó menn eins og Christian Pulisic og Santiago Gimenez. London á líka dýrasta fótboltalið Evrópu en það er lið Chelsea sem hefur gríðarlegum upphæðum í leikmenn síðan að Todd Boehly og fjárfestingafélagið Clearlake Capital eignaðist félagið. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Ný skýrsla á vegum UEFA, European Club Finance and Investment Landscape (ECFIL), sýnir svart á hvítu hvaða leikmenn evrópskra liða kostuðu miðað við hvernig leikmannhópar þeirra litu út í árslok 2024. Yfirburðir ensku úrvalsdeildarinnar koma vel í ljós í skýrslunni. Fjögur dýrustu liðin spila í ensku deildinni og enska úrvalsdeildin á alls níu af dýrustu tuttugu leikmannahópunum. Eitt af þessum níu liðum er Lundúnalið West Ham. Liðið eyddi stórum upphæðum í leikmenn fyrir 2023-24 tímabilið þegar það sótti menn eins og Mohammed Kudus, Edson Álvarez og James Ward-Prowse. Það þýddi um leið að lið West Ham árið 2024 kostaði meira en stórlið eins og Barcelona á Spáni og AC Milan á Ítalíu. ESPN segir frá. West Ham hefur haldið áfram að fjárfesta í leikmönnum en fyrir núverandi tímabili komu til liðsins Max Kilman, Crysencio Summerville og Niclas Füllkrug. Þrátt fyrir alla þessa eyðslu þá náði West Ham bara níunda sæti í ensku deildinni tímabilið 2023-24 en í dag er liðið bara í fimmtánda sæti. Barcelona er náttúrulega að glíma við mikla fjárhagserfiðleika og hefur treyst meira á að fá menn á láni eða á frjálsri sölu. AC Milan hefur heldur ekki keypt mikið af mönnum en sótti þó menn eins og Christian Pulisic og Santiago Gimenez. London á líka dýrasta fótboltalið Evrópu en það er lið Chelsea sem hefur gríðarlegum upphæðum í leikmenn síðan að Todd Boehly og fjárfestingafélagið Clearlake Capital eignaðist félagið.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira