Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 09:30 Benoný Breki Andrésson hefur átt magnaða síðustu daga fyrir Stockport County. Getty/Ben Roberts Hinn 19 ára Benoný Breki Andrésson skoraði annan leikinn í röð, með frábærum skalla, þegar hann tryggði Stockport County stig gegn Northampton Town í ensku C-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Þrátt fyrir að eiga eftir að fá sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Stockport County þá hefur Benoný Breki núna skorað þrjú mörk fyrir liðið, á aðeins samtals 87 mínútum. Það gerir að meðaltali mark á hálftíma fresti. Skallamark Benonýs í gær var af frekar löngu færi en það má sjá hér að neðan (markið kemur eftir 1:05 mínútu af myndbandinu). Markið skoraði Benoný á 78. mínútu, eftir að hafa verið inni á vellinum í átta mínútur, og Stockport fékk svo fín færi til að tryggja sér sigur í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Um helgina kom Benoný inn á í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool. Hans fyrsti deildarleikur, eftir komuna frá KR í vetur og markametið á Íslandi í fyrra, var gegn Barnsley 8. febrúar þar sem hann spilaði 22 mínútur. Frammistaða Benonýs síðustu daga gæti hafa vakið athygli Arnars Gunnlaugssonar sem brátt velur sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Benoný á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Stockport er í 4. sæti D-deildrainnar með 61 stig, fjórum stigum á eftir Wrexham og sex stigum á eftir Wycombe sem bæði eiga leik til góða. Birmingham er langefst með 76 stig og tvo leiki til góða á Stockport. Tvö efstu liðin komast beint upp í B-deildina en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Þrátt fyrir að eiga eftir að fá sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Stockport County þá hefur Benoný Breki núna skorað þrjú mörk fyrir liðið, á aðeins samtals 87 mínútum. Það gerir að meðaltali mark á hálftíma fresti. Skallamark Benonýs í gær var af frekar löngu færi en það má sjá hér að neðan (markið kemur eftir 1:05 mínútu af myndbandinu). Markið skoraði Benoný á 78. mínútu, eftir að hafa verið inni á vellinum í átta mínútur, og Stockport fékk svo fín færi til að tryggja sér sigur í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Um helgina kom Benoný inn á í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool. Hans fyrsti deildarleikur, eftir komuna frá KR í vetur og markametið á Íslandi í fyrra, var gegn Barnsley 8. febrúar þar sem hann spilaði 22 mínútur. Frammistaða Benonýs síðustu daga gæti hafa vakið athygli Arnars Gunnlaugssonar sem brátt velur sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Benoný á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Stockport er í 4. sæti D-deildrainnar með 61 stig, fjórum stigum á eftir Wrexham og sex stigum á eftir Wycombe sem bæði eiga leik til góða. Birmingham er langefst með 76 stig og tvo leiki til góða á Stockport. Tvö efstu liðin komast beint upp í B-deildina en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira