Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 8. mars 2025 09:02 Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun