Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 8. mars 2025 09:02 Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun