Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, Ingunn Erla Ingvarsdóttir og Erna Petersen skrifa 6. mars 2025 21:02 Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun