Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, Ingunn Erla Ingvarsdóttir og Erna Petersen skrifa 6. mars 2025 21:02 Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar