Innlent

Um­ferðar­slys við Bröttu­brekku

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slysið átti sér stað á gatnamótum Bröttubrekku og Þjóðvegar 1.
Slysið átti sér stað á gatnamótum Bröttubrekku og Þjóðvegar 1. Vísir/Vilhelm

Bröttubrekku hefur verið lokað vegna umferðarslyss á gatnamótum Bröttubrekku og Þjóðvegar eitt.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Á heimsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, má sjá af veginum hefur verið lokað.

„Lendir þar saman jepplingur og strætisvagn eða rúta,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi.

Viðbragðsaðilar eru nú á vettvangi en ekki er vitað hvort að einhver hafi slasast.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi en að sögn Ásgeirs er óljóst hversu margir verða fluttir með þyrlunni til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×