„Lendir þar saman jepplingur og strætisvagn eða rúta,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi.
Um tuttugu manns voru í rútunni og tveir í jepplingunum. Um alvarlegt umferðarslys er að ræða.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var einn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á Landspítalann í Fossvogi.
Vegurinn um Bröttubrekku var opnaður að ganga sex.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á svæðið að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi.
Fréttin var uppfærð klukkan 17:51 þegar vegurinn um Bröttubrekku var opnaður.