Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 13:17 Hildur segir nauðsynlegt að ekki sé aðeins unnið að tímabundinni lausn fyrir skóla Hjallastefnunnar. Vísir/Einar og RAX Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir brýnt að finna langtímalausn fyrir skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Unnið sé að því að koma starfsemi skólans fyrir í húsnæði við Engjateig auk þess að halda skólastarfi áfram úti í Skógarhlíð þar sem skólinn hefur verið síðustu þrjú ár. Fjallað var um mál Hjallastefnunnar að hennar beiðni á fundi borgarráðs í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram bókun við lok umræðunnar. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka að málefni Hjallastefnunnar hafi verið sett á dagskrá borgarráðs að þeirra beiðni. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni án tafar bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síst framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðar skólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka lausn á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar,“ segir í bókuninni. Neyðarfundur með foreldrum Fjallað var um það í síðustu viku að skólinn boðaði til neyðarfundar og hvatti foreldra leikskólabarna til að sækja um fyrir börn sín í leikskólum borgarinnar og foreldra grunnskólana til að færa börn sín i grunnskóla borgarinnar því ekki væri tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár. Alma Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra skólans, sagði í svari til fréttastofu fyrir helgi að borgin hefði sent skólanum formlega staðfestingu um stuðning við fjármögnun á auknu, tímabundnu húsnæði sem og að tryggja leið að varanlegri lausn hið fyrsta. Þá sagði hún það skýran vilja beggja aðila að skólastarf verði tryggt. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sagði í viðtali fyrir helgi nokkrar staðsetningar til skoðunar. Hildur segir áríðandi að sett verði fram framtíðarlausn fyrir skólann, ekki bara tímabundin lausn. „Í þeim efnum eru nokkrar sviðsmyndir en að mínu mati væri langskynsamlegast að úthluta Hjallastefnunni lóðinni að Leynimýri, við Öskjuhlíðina, þar sem hægt væri að byggja upp skólahúsnæði fyrir bæði leik- og grunnskólastarfið. Einkaaðilar kæmu þá að uppbyggingunni en borgin myndi veita húsnæðisstuðning,“ segir Hildur. Það sé sömuleiðis lausn sem skólanum hugnist vel. Við Engjateig er að finna tón- og listdansskóla, sendiráð Bandaríkjanna, veitingastaði og verslanir. Stutt er í Laugardalinn. Google Maps Hún segist óttast að þó svo að skólanum verði komið fyrir í Engjateig muni svo aftur koma upp sama staða eftir fimm ár þegar skólinn þarf svo að fara þaðan. „Að þessari tímabundnu lausn verði riggað upp að Engjateig, með fimm ára leigusamning, og svo bara spái enginn í framhaldið. Áður en við vitum af er skólastarfið aftur komið í öngstræti. Þetta er orðin svo löng sorgarsaga og málin alltaf leyst með tímabundnum plástrum en skortir allt þor til að taka af skarið um framtíðarlausnina. Við höfum áður séð borgina bregðast við húsnæðisvanda Hjallastefnunnar með bráðabirgðalausnum og síðan ekki söguna meir. Þess vegna erum við stödd í þessum vanda núna,“ segir Hildur. Það sé áríðandi að langtímalausn sé tryggð. „Ég legg mjög áherslu á að þessar ákvarðanir verði teknar fljótt og hratt. Það tekur tíma að byggja nýtt skólahúsnæði leita fjárfesta sem geta tekið þátt í þessu með Hjallastefnunni.“ Húsnæðið við Engjateig 3 hýsti áður Hugverkastofuna. Vísir/RAX Grunnskólinn við Engjateig Hildur segir það enn til skoðunar hvernig starfseminni verður skipt niður. Líklegt sé að starfsemi leikskólans verði áfram í Skógarhlíð en starfsemi skólans verði flutt í Engjateig. „Það er útfærsluatriði og það á eftir að leysa úr því.“ „Það þarf að bregðast við þessari stöðu hratt. Það er óviðunandi og óþægilegt fyrir foreldra að vera í þessari óvissu. Þetta er mikilvæg starfsemi í borginni. Borgin getur sannarlega ekki tekið við þessum 200 leikskólabörnum sem eru í Hjallastefnunni og því er brýt að það verði leyst úr þessu hratt og örugglega.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Fjallað var um mál Hjallastefnunnar að hennar beiðni á fundi borgarráðs í morgun. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram bókun við lok umræðunnar. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka að málefni Hjallastefnunnar hafi verið sett á dagskrá borgarráðs að þeirra beiðni. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni án tafar bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síst framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðar skólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka lausn á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar,“ segir í bókuninni. Neyðarfundur með foreldrum Fjallað var um það í síðustu viku að skólinn boðaði til neyðarfundar og hvatti foreldra leikskólabarna til að sækja um fyrir börn sín í leikskólum borgarinnar og foreldra grunnskólana til að færa börn sín i grunnskóla borgarinnar því ekki væri tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár. Alma Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra skólans, sagði í svari til fréttastofu fyrir helgi að borgin hefði sent skólanum formlega staðfestingu um stuðning við fjármögnun á auknu, tímabundnu húsnæði sem og að tryggja leið að varanlegri lausn hið fyrsta. Þá sagði hún það skýran vilja beggja aðila að skólastarf verði tryggt. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar, sagði í viðtali fyrir helgi nokkrar staðsetningar til skoðunar. Hildur segir áríðandi að sett verði fram framtíðarlausn fyrir skólann, ekki bara tímabundin lausn. „Í þeim efnum eru nokkrar sviðsmyndir en að mínu mati væri langskynsamlegast að úthluta Hjallastefnunni lóðinni að Leynimýri, við Öskjuhlíðina, þar sem hægt væri að byggja upp skólahúsnæði fyrir bæði leik- og grunnskólastarfið. Einkaaðilar kæmu þá að uppbyggingunni en borgin myndi veita húsnæðisstuðning,“ segir Hildur. Það sé sömuleiðis lausn sem skólanum hugnist vel. Við Engjateig er að finna tón- og listdansskóla, sendiráð Bandaríkjanna, veitingastaði og verslanir. Stutt er í Laugardalinn. Google Maps Hún segist óttast að þó svo að skólanum verði komið fyrir í Engjateig muni svo aftur koma upp sama staða eftir fimm ár þegar skólinn þarf svo að fara þaðan. „Að þessari tímabundnu lausn verði riggað upp að Engjateig, með fimm ára leigusamning, og svo bara spái enginn í framhaldið. Áður en við vitum af er skólastarfið aftur komið í öngstræti. Þetta er orðin svo löng sorgarsaga og málin alltaf leyst með tímabundnum plástrum en skortir allt þor til að taka af skarið um framtíðarlausnina. Við höfum áður séð borgina bregðast við húsnæðisvanda Hjallastefnunnar með bráðabirgðalausnum og síðan ekki söguna meir. Þess vegna erum við stödd í þessum vanda núna,“ segir Hildur. Það sé áríðandi að langtímalausn sé tryggð. „Ég legg mjög áherslu á að þessar ákvarðanir verði teknar fljótt og hratt. Það tekur tíma að byggja nýtt skólahúsnæði leita fjárfesta sem geta tekið þátt í þessu með Hjallastefnunni.“ Húsnæðið við Engjateig 3 hýsti áður Hugverkastofuna. Vísir/RAX Grunnskólinn við Engjateig Hildur segir það enn til skoðunar hvernig starfseminni verður skipt niður. Líklegt sé að starfsemi leikskólans verði áfram í Skógarhlíð en starfsemi skólans verði flutt í Engjateig. „Það er útfærsluatriði og það á eftir að leysa úr því.“ „Það þarf að bregðast við þessari stöðu hratt. Það er óviðunandi og óþægilegt fyrir foreldra að vera í þessari óvissu. Þetta er mikilvæg starfsemi í borginni. Borgin getur sannarlega ekki tekið við þessum 200 leikskólabörnum sem eru í Hjallastefnunni og því er brýt að það verði leyst úr þessu hratt og örugglega.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 28. febrúar 2025 08:54