Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 11:15 „Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
„Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun