Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar 6. mars 2025 10:31 Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun