Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar 5. mars 2025 22:01 Rektorskjör er á næsta leiti við Háskóla Íslands og margir frambærilegir frambjóðendur í kjöri sem líkast til veldur útbreiddum valkvíða. Um leið og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, tilkynnti um framboð sitt velktist ég þó ekki lengur í vafa um hver hlyti mitt atkvæði. Ég er vissulega ekki „hlutlaus“, því við Björn höfum verið góðir vinir í vel á fjórða áratug. En fyrir þessari löngu og góðu vináttu eru svo sannarlega ástæður og margar þeirra gera hann sömuleiðis að óumdeilanlega besta frambjóðandanum í rektorskjörinu. Fyrir það fyrsta er Björn ein allra heiðarlegasta manneskjan sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann er einnig ein sú djúpvitrasta í víðum skilningi þess orðs og býr yfir bæði málefnalegri rökvísi og tilfinningagreind. Mannkostir Björns eru ótvíræðir og dýrmætir og veit ég að þeir sem hann þekkja og hafa starfað með honum taka heilshugar undir með mér. Spyrjið þá bara. Björn er ekki í rektorsframboði fyrir sjálfan sig. Hann er raunar merkilega laus við sérplægni sem er eiginlega afrek á þessum síðustu og verstu tímum þar sem þröng síngirni virðist nánast vera álitin aðdáunarverð dyggð. Sú reisn sem Björn hefur til að bera felst þvert á móti í því að hann leitast jafnan við að styðja baki við aðra og hefja þá til vegs og virðingar með margvíslegum hætti. Allt frá því að við vorum ungir stúdentar við Háskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar hefur Björn látið sig málefni og hagsmuni Háskólans varða og að loknu doktorsprófi kom aldrei annað til greina hjá honum en að starfa við Háskóla Íslands, þótt hann hefði vafalaust getað valið úr stöðum við háskóla víða um heim. Framboði hans til rektors nú mætti lýsa sem nokkurs konar „köllun“ til að vinna í þágu þessara málefna og hagsmuna á viðsjárverðum tímum. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég hann hafa á þeim sérlega djúpan og breiðan skilning. Þann skilning hefur hann mótað með sér í öllum þeim vandasömu stjórnsýslu- og trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt í gegnum tíðina sem starfsmaður Háskólans. Allir sem hafa unnið með honum í þeim störfum vita vel hversu útsjónarsamur hann er í að finna lausnir sem sætta andstæð sjónarmið en eru jafnframt sanngjarnar og skynsamlegar. Velgengnin sem hann hefur notið í stjórnsýslustörfum einkennast af þeim hæfileika hans til ákveðinnar heildarhugsunar sem ekki margir hafa til að bera. Efni doktorsritgerðar Björns sem hann skrifaði í heimspeki við Parísarháskóla var eitt af hans hjartans málum, réttlæti, og þessi fræðilega áhersla litar jafnframt hversdagslegan hugsunarhátt hans og mannleg samskipti, því allt það sem hann tekur sér fyrir hendur markast af djúpri trú hans á mikilvægi réttlætishugsjónarinnar. Það birtist glögglega í þeim fjölmörgu störfum hans og verkefnum sem snúist hafa um lýðræði og margbreytileika mannlífs. Það er engin tilviljun að eitt þeirra mála sem Björn setur á oddinn í kosningabaráttu sinni er að taka sérstaklega utan um starfsfólk sem sér um að halda byggingum Háskólans hreinum og snyrtilegum, binda enda á það arðrán og þá firringu sem hlýst af útvistun slíkra starfa og gera það að fullgildu samstarfsfólki okkar hinna. Björn kemur auga á það sem aðrir missa sjónar á. Hann sér heildarmyndina, skilur mikilvægi þess að öllu starfsfólki líði vel og stuðlar að því að efla liðsheildina. Hann er svo sannarlega enginn fræðimaður í fílabeinsturni, heldur hefur allt frá námsárum sínum fylgt þeirri sannfæringu sinni að fræðin og vísindin, hvaða nafni sem þau nefnast, eigi að leiða til betra – og réttlátara – samfélags hér og nú. Og þá víkur loks sögunni að hlutverki Háskóla Íslands, bæði í íslensku samfélagi sem utan þess. Sérstaða Háskólans á Íslandi hefur ávallt verið Birni hugleikin. Hann vill að þessi sérstaða og þau hlutverk sem henni fylgir njóti meiri sannmælis, bæði meðal stjórnvalda og í samfélaginu öllu. Háskólinn er eini alhliða háskóli landsins sem hefur upp á bjóða fjölmargar en lífsnauðsynlegar greinar sem fullyrða má að verði aldrei kenndar við aðra háskóla á Íslandi. Í baráttunni fyrir betri fjármögnun Háskólans þarf að gera stjórnvöldum þessa mikilvægu sérstöðu ljósa og fá samfélagið með sér í lið. En til að rækja skyldur sínar gagnvart íslensku samfélagi verður Háskólinn að viðhalda og helst styrkja þá alþjóðatengingu sem núverandi og fyrri stjórnendum Háskólans hefur tekist að rækta á undangengnum áratugum. Þetta kallar á auknar fjárfestingar en ég dreg mjög í efa að nokkur taki Birni fram í að færa sannfærandi og málefnaleg rök fyrir nauðsyn þeirra og mikilvægi. Björn yrði sérlega glæsilegur og öflugur rektor Háskóla Íslands. Hann hefur afgerandi burði til að auka enn á virðingu Háskólans innan samfélagsins í heild og tryggja stuðning við hann til frekari framsóknar. En Björn hefur ekki síður skýra sýn á það hvernig gera megi Háskólann að enn betri vinnustað sem þar með getur laðað til sín framúrskarandi fólk á öllum sviðum starfseminnar til að taka þátt í því eilífðarverkefni sem Háskólinn er. Verkefnið er eitt og leiðirnar margar en ég treysti engum betur en Birni fyrir því vandasama verkefni að samþætta þær svo úr verði samstíga heild. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Rektorskjör er á næsta leiti við Háskóla Íslands og margir frambærilegir frambjóðendur í kjöri sem líkast til veldur útbreiddum valkvíða. Um leið og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, tilkynnti um framboð sitt velktist ég þó ekki lengur í vafa um hver hlyti mitt atkvæði. Ég er vissulega ekki „hlutlaus“, því við Björn höfum verið góðir vinir í vel á fjórða áratug. En fyrir þessari löngu og góðu vináttu eru svo sannarlega ástæður og margar þeirra gera hann sömuleiðis að óumdeilanlega besta frambjóðandanum í rektorskjörinu. Fyrir það fyrsta er Björn ein allra heiðarlegasta manneskjan sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann er einnig ein sú djúpvitrasta í víðum skilningi þess orðs og býr yfir bæði málefnalegri rökvísi og tilfinningagreind. Mannkostir Björns eru ótvíræðir og dýrmætir og veit ég að þeir sem hann þekkja og hafa starfað með honum taka heilshugar undir með mér. Spyrjið þá bara. Björn er ekki í rektorsframboði fyrir sjálfan sig. Hann er raunar merkilega laus við sérplægni sem er eiginlega afrek á þessum síðustu og verstu tímum þar sem þröng síngirni virðist nánast vera álitin aðdáunarverð dyggð. Sú reisn sem Björn hefur til að bera felst þvert á móti í því að hann leitast jafnan við að styðja baki við aðra og hefja þá til vegs og virðingar með margvíslegum hætti. Allt frá því að við vorum ungir stúdentar við Háskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar hefur Björn látið sig málefni og hagsmuni Háskólans varða og að loknu doktorsprófi kom aldrei annað til greina hjá honum en að starfa við Háskóla Íslands, þótt hann hefði vafalaust getað valið úr stöðum við háskóla víða um heim. Framboði hans til rektors nú mætti lýsa sem nokkurs konar „köllun“ til að vinna í þágu þessara málefna og hagsmuna á viðsjárverðum tímum. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég hann hafa á þeim sérlega djúpan og breiðan skilning. Þann skilning hefur hann mótað með sér í öllum þeim vandasömu stjórnsýslu- og trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt í gegnum tíðina sem starfsmaður Háskólans. Allir sem hafa unnið með honum í þeim störfum vita vel hversu útsjónarsamur hann er í að finna lausnir sem sætta andstæð sjónarmið en eru jafnframt sanngjarnar og skynsamlegar. Velgengnin sem hann hefur notið í stjórnsýslustörfum einkennast af þeim hæfileika hans til ákveðinnar heildarhugsunar sem ekki margir hafa til að bera. Efni doktorsritgerðar Björns sem hann skrifaði í heimspeki við Parísarháskóla var eitt af hans hjartans málum, réttlæti, og þessi fræðilega áhersla litar jafnframt hversdagslegan hugsunarhátt hans og mannleg samskipti, því allt það sem hann tekur sér fyrir hendur markast af djúpri trú hans á mikilvægi réttlætishugsjónarinnar. Það birtist glögglega í þeim fjölmörgu störfum hans og verkefnum sem snúist hafa um lýðræði og margbreytileika mannlífs. Það er engin tilviljun að eitt þeirra mála sem Björn setur á oddinn í kosningabaráttu sinni er að taka sérstaklega utan um starfsfólk sem sér um að halda byggingum Háskólans hreinum og snyrtilegum, binda enda á það arðrán og þá firringu sem hlýst af útvistun slíkra starfa og gera það að fullgildu samstarfsfólki okkar hinna. Björn kemur auga á það sem aðrir missa sjónar á. Hann sér heildarmyndina, skilur mikilvægi þess að öllu starfsfólki líði vel og stuðlar að því að efla liðsheildina. Hann er svo sannarlega enginn fræðimaður í fílabeinsturni, heldur hefur allt frá námsárum sínum fylgt þeirri sannfæringu sinni að fræðin og vísindin, hvaða nafni sem þau nefnast, eigi að leiða til betra – og réttlátara – samfélags hér og nú. Og þá víkur loks sögunni að hlutverki Háskóla Íslands, bæði í íslensku samfélagi sem utan þess. Sérstaða Háskólans á Íslandi hefur ávallt verið Birni hugleikin. Hann vill að þessi sérstaða og þau hlutverk sem henni fylgir njóti meiri sannmælis, bæði meðal stjórnvalda og í samfélaginu öllu. Háskólinn er eini alhliða háskóli landsins sem hefur upp á bjóða fjölmargar en lífsnauðsynlegar greinar sem fullyrða má að verði aldrei kenndar við aðra háskóla á Íslandi. Í baráttunni fyrir betri fjármögnun Háskólans þarf að gera stjórnvöldum þessa mikilvægu sérstöðu ljósa og fá samfélagið með sér í lið. En til að rækja skyldur sínar gagnvart íslensku samfélagi verður Háskólinn að viðhalda og helst styrkja þá alþjóðatengingu sem núverandi og fyrri stjórnendum Háskólans hefur tekist að rækta á undangengnum áratugum. Þetta kallar á auknar fjárfestingar en ég dreg mjög í efa að nokkur taki Birni fram í að færa sannfærandi og málefnaleg rök fyrir nauðsyn þeirra og mikilvægi. Björn yrði sérlega glæsilegur og öflugur rektor Háskóla Íslands. Hann hefur afgerandi burði til að auka enn á virðingu Háskólans innan samfélagsins í heild og tryggja stuðning við hann til frekari framsóknar. En Björn hefur ekki síður skýra sýn á það hvernig gera megi Háskólann að enn betri vinnustað sem þar með getur laðað til sín framúrskarandi fólk á öllum sviðum starfseminnar til að taka þátt í því eilífðarverkefni sem Háskólinn er. Verkefnið er eitt og leiðirnar margar en ég treysti engum betur en Birni fyrir því vandasama verkefni að samþætta þær svo úr verði samstíga heild. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun