„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:48 Mikael Nikulásson er ekki hrifinn af því sem er í gangi í Keflavík þar sem Íslendingarnir eru settir til hliðar. Hér má sjá Igor Maric og NBA leikmanninn Ty-Shon Alexander. Vísir/Hulda Margrét Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima. „Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
„Það styttist í ársþing KKÍ og þú ert heitur yfir einu máli þegar kemur að körfunni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður þáttarins, og beindi orðum sínum til Mikaels. Henda inn peningum sem eiga ekki að vera til „Ég fylgist vel með. Ég sem KR-ingur væri bara ánægður ef við komumst í úrslitakeppnina. Ég tel það stórskotlegan árangur,“ sagði Mikael Nikulásson eða Mikearinn eins og hann er oftast kallaður. „Það er ekki fræðilegur að verða Íslandsmeistari í körfubolta í dag nema að henda inn peningum sem eiga ekki að vera til miðað við vælið í íþróttahreyfingunni. Mér er alveg sama hvað gerist á ársþinginu. Hvort að það séu settar einhverja reglur eða ekki. Fyrir mér er þetta ‚common sense',“ sagði Mikael og hélt áfram. „Það eru fimm leikmenn inn á í körfubolta en það eru ellefu leikmenn inn á í fóbolta sem dæmi. Að það séu fimm til sex lið af þeim átta sem fara í úrslitakeppinna þar sem Íslendingur er varla að skora stig. Ég get ekki keypt það,“ sagði Mikael. Ég bara skil þetta ekki „Það fer í taugarnar á mér og ég bara skil þetta ekki. Þetta hlýtur að þýða það að við förum langt niður sem þjóð í körfubolta innan nokkurra ára. Ég er alveg sammála því að deildin verður sterkari en fyrir hvað? Hvað færðu fyrir að verða Íslandsmeistari í körfubolta?,“ sagði Mikael. Hann bendir á það að liðin sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn hafi verið með slatta af Íslendingum í stórum hlutverkum. „Hvað færðu fyrir þetta? Þú ert ekki einu sinni að fara í úrslitakeppni. Fyrir mér er þetta svo mikil þvæla. Það sem gerðist núna í lok félagsskiptagluggans þegar lið eru að taka inn NBA leikmenn. Þessi var að taka og þá urðum við að taka leikmenn líka,“ sagði Mikael. Einn Íslendingur í vöggu körfuboltans „Tökum lið eins og Keflavík. Það er einn Íslendingur, einn, að skora átta stig í síðasta leik. Mér er alveg sama þótt að einn sé meiddur eða eitthvað. Það er einn Íslendingur í Keflavík sem á að vera vagga körfuboltans. Þeir eru í tíunda sæti,“ sagði Mikael. „Ég segi það hreint út að Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti. Hvaða ungir krakkar nenna í körfubolta? Nema ef þú sért eitthvað undrabarn,“ sagði Mikael en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: „Keflavík var að reyna að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira