Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar 5. mars 2025 15:30 Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun