Rikki G skilar lyklunum að FM957 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. mars 2025 09:38 Egill Ploder tekur við starfi Rikka sem dagskrárstjóri FM957. Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans. Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira