Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar 2. mars 2025 16:01 Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun