Hinn þrítugi Embiid er með betri miðherjum deildarinnar og á sínum degi einn besti leikmaður hennar. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2023 og hefur sjö sinnum tekið þátt í Stjörnuleiknum.
Embiid hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli það sem af er leiktíð og verið skugginn af sjálfum sér þegar hann spilar. Hann hefur fengið mýmargar sprautur til að draga úr bólgum en 76ers hafa átt erfitt með að finna út nákvæmlega hvað er að.
Philadelphia's Joel Embiid has been ruled out for the season. pic.twitter.com/5AHSkwHtPr
— Shams Charania (@ShamsCharania) February 28, 2025
Hnéð hefur hins vegar ávallt bólgnað upp á ný og valdið Embiid gríðarlegum vandræðum. Hann hefur þrátt fyrir það skorað að meðaltali 24 stig í leik, tekið 8 fráköst og gefið 4.5 stoðsendingar. Varnarlega hefur hans hins vegar verið líkt og fiskur á þurru landi.
Þar sem 76ers hafa aðeins unnið 20 af 58 leikjum sínum á leiktíðinni hefur því verið tekin sú ákvörðun að Embiid spili ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. Liðið á í raun enn möguleika á að komast í umspilið en þarf nú að gera það án Embiid.