Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2025 10:00 Leikmennirnir sem enduðu í sætum 50-41. grafík/sara Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 50. Kristinn Steindórsson Lið: Breiðablik, FH Staða: Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2010, 2022, 2024 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 207 Mörk: 59 Stoðsendingar: 38 Tvisvar sinnum í liði ársins Átján ár eru síðan Kristinn Steindórsson kom inn í meistaraflokk Breiðabliks og hann er enn að leggja sitt að mörkum fyrir félagið. Kristinn er markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks í efstu deild og hefur tekið þátt í að vinna alla fjóra stóru titlana sem Blikar hafa unnið. Kristinn Steindórsson með Íslandsmeistaraskjöldinn eftir að Breiðablik varð meistari 2022.vísir/hulda margrét Kristinn átti góða innkomu í Blikaliðið 2007 en eftir mikið vonbrigðaár hjá því 2008 fengu ungu mennirnir lyklana 2009. Um tvítugt héldu Kristinn og Alfreð Finnbogason sóknarleik Breiðabliks uppi og mynduðu eitt besta sóknardúó í sögu efstu deildar. Þeir náðu ótrúlega vel saman og Alfreð var sérstaklega lunkinn við að finna Kristin sem tók oft og iðulega frábær hlaup og kláraði færin sín af öryggi. Hann skoraði samtals 31 deildarmark árin 2009-11 en sneri aftur í efstu deild 2018, þá sem leikmaður FH. Þau ár eru auðgleymd og ferilinn virtist vera að fjara út. Þá getur verið gott að snúa aftur heim og Kristinn endurræsti ferilinn í grænu treyjunni. Hann var oft notaður sem falsframherji (e. false nine), skoraði 21 mark næstu þrjú árin (2020-22) og var í lykilhlutverki þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari 2022. Þeir endurtóku leikinn í fyrra en þá var Kristinn aðallega í hlutverki miðjumanns. Hann hefur því þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í þremur mismunandi hlutverkum. Geri aðrir betur. 49. Björgólfur Takefusa Lið: Þróttur, Fylkir, KR, Víkingur, Fram, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1980 Bikarmeistari: 2008 Leikir: 182 Mörk: 83 Stoðsendingar: 14 Tvisvar sinnum í liði ársins Gullskór: 2003, 2009 Silfurskór: 2006, 2008 Björgólfur Takefusa er vanur að meðhöndla peninga og hann framleiddi líka mikilvægasta gjaldmiðil fótboltans; mörk. Hann byrjaði frekar seint að spila í efstu deild og ferilinn fjaraði nokkuð fljótt út en á blómaskeiði sínu var hann beittasti framherji landsins. Björgólfur Takufusa vann ferna markaskó á ferlinum.vísir/daníel Björgólfur sló í gegn með Þrótti sumarið 2003 þar sem hann vann Gullskóinn. Þeir Sören Hermannsen skoruðu báðir tíu mörk og Þróttarar voru efstir eftir fyrri umferðina en féllu samt. Björgólfur átti tvö ágæt ár í Fylki en fór svo í KR 2006. Og þrjú af fimm tímabilum sínum í Vesturbænum skoraði hann tíu mörk eða meira og vann einn gullskó og tvo silfurskó. Sumarið 2006 skoraði Björgólfur tíu mörk í aðeins þrettán leikjum. Mörkin voru aðeins fjögur tímabilið 2007 en næstu tvö ár urðu mörkin samtals þrjátíu. Fimm markanna 2009 komu gegn Val í lokaumferðinni en með þeirri ótrúlegu frammistöðu tryggði hann sér Gullskóinn. Þarna toppaði líka ferill Björgólfs. Hann náði aldrei sömu hæðum eftir þetta, yfirgaf KR 2010, átti eitt þokkalegt tímabil með Víkingi (þótt liðið hafi fallið) en síðustu þrjú tímabilin í efstu deild, með Fylki, Val og Fram, voru ekkert spes. Alltaf voru gerðar meiri og meiri kröfur á framherja og Björgólfur gerði kannski mikið annað en bara að skora, eins fáránlega og það hljómar. En í þeirri list voru fáir honum fremri. 48. Ólafur Adolfsson Lið: ÍA Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1967 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996 Leikir: 99 Mörk: 13 Stoðsendingar: 5 Einu sinni í liði ársins Ein bestu út fyrir kassann félagaskipti íslenskrar fótboltasögu voru þegar Guðjón Þórðarson, þá nýtekinn við ÍA í annað sinn, sótti Ólaf Adolfsson til ÍA frá Tindastóli haustið 1990. Þér var fyrirgefið fyrir að vera hissa enda var Ólafur sennilega þekktari sem körfuboltamaður en fótboltamaður á þessum tíma. En hann reyndst ein styrkasta stoð Skagaveldisins á næstu árum. Ólafur Adolfsson fylgist með Haraldi Ingólfssyni meðhöndla Íslandsmeistarabikarinn eftir sigur ÍA á FH, 3-1, í næstsíðustu umferðinni 1992.á sigurslóð Ólafur spilaði bara sex tímabil í efstu deild og varð fimm sinnum Íslandsmeistari. Þeir Haraldur Ingólfsson, Sigursteinn Gíslason og Alexander Högnason voru þeir einu sem voru í lykilhlutverkum í öllum fimm Íslandsmeistaraliðum ÍA. Sumrin 1991-1993 myndaði Ólafur besta miðvarðapar landsins með Luka Kostic og gerði slíkt hið sama með Zoran Miljkovic 1994-96. Luka og Zoran vógu Ólaf gríðarlega vel upp og öfugt. ÍA fékk aðeins áttatíu mörk á sig í níutíu deildarleikjum á Íslandsmeistaraárunum 1992-96 og Ólafur átti ekki lítinn þátt í því. Hann var ekki bara góður að verja markið sitt heldur var hann gríðarlega ógnandi í vítateig andstæðinganna. Ólafur skoraði þrettán mörk í 99 leikjum í efstu deild sem er eftirtektarverð tölfræði fyrir miðvörð. Frægasta markið var eflaust þegar hann kom ÍA á bragðið í úrslitaleiknum gegn KR haustið 1996. Skagamenn tryggðu sér þá sinn fimmta Íslandsmeistaratitil í röð. Ári seinna var Ólafur hættur að spila í efstu deild, aðeins þrítugur. En hann hafði þá sannarlega sett mark sitt á deildina með afgerandi hætti. 47. Haukur Páll Sigurðsson Lið: Þróttur, Valur Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2017, 2018, 2020 Bikarmeistari: 2015, 2016 Leikir: 283 Mörk: 37 Stoðsendingar: 27 Þrisvar sinnum í liði ársins Í lengri tíma var einn af föstu punktunum í tilverunni að sjá Hauk Pál Sigurðsson fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hann sneri síðan aftur á völlinn, oft með einhvers konar vafning á höfði eða öðrum stöðum. Haukur Páll var nefnilega óhræddur við að setja hausinn og aðra líkamsparta í hættuna. Valur gerði heldur betur góð kaup í Hauki Páli Sigurðssyni 2010.vísir/bára Hann var líka frábær leikmaður. Gríðarlega öflugur í loftinu og miðað við sentímetra sem honum voru skaffaðir einn besti skallamaður sem hefur spilað í deildinni hér heima. En Haukur Páll var annað og meira. Hann var taktmælirinn í frábæru Valsliði Ólafs Jóhannessonar sem vann fjóra stóra titla á fjórum árum og stýrði spilinu hjá því með stæl. Hann bætti svo einum Íslandsmeistaratitli við undir stjórn Heimis Guðjónssonar 2020. Þrátt fyrir að vera alltaf hnjaskaður missti Haukur Páll heldur ekki af mörgum leikjum. Þegar yfir lauk urðu leikirnir í efstu deild 283 sem gera hann að einum leikjahæsta leikmanni í sögu hennar. 46. Ólafur Páll Snorrason Lið: Valur, Fylkir, FH, Fjölnir, Valur Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1982 Íslandsmeistari: 2005, 2006, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2010 Leikir: 220 Mörk: 25 Stoðsendingar: 73 Einu sinni í liði ársins Eftir frekar tíðindalítil fyrstu ár í efstu deild kom Ólafur Páll Snorrason eins og stormsveipur inn í lið FH sumarið 2005. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp tíu í aðeins tólf leikjum og var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Það var einmitt það sem hann byggði feril sinn öðru fremur á. Í 220 leikjum í efstu deild gaf hann 73 stoðsendingar. Aðeins þrír leikmenn hafa lagt upp fleiri mörk síðan byrjað var taka tölfræði yfir stoðsendingar 1992. Ólafur Páll Snorrason átti afar góðu gengi að fagna með FH.vísir/daníel Ólafur Páll sneri heim í Fjölni 2007 og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild og í bikarúrslit í fyrsta sinn. Sumarið 2008 var hann svo eins konar falsframherji í stórskemmtilegu liði Fjölnis sem endaði í 6. sæti og komst aftur í bikarúrslit. Ólafur Páll skoraði sex mörk í deildinni og lagði upp níu. Eftir stutt stopp í Val sneri Ólafur Páll aftur í FH um mitt sumar 2009 og lék með liðinu út tímabilið 2014. Á þeim tíma urðu FH-ingar einu sinni Íslandsmeistarar og einu sinni bikarmeistarar og voru nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn 2014 án þess að tapa leik. Ólafur Páll lauk svo ferlinum með Fjölni tímabilin 2015 og 2016, þá í þriðja hlutverkinu sem hann blómstraði í á ferlinum; sem miðjumaður. Fjölnismenn lentu í 6. sæti 2015 og því fjórða árið eftir og voru hársbreidd frá því að komast í Evrópukeppni. 45. Kristinn Freyr Sigurðsson Lið: Fjölnir, Valur, FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1991 Íslandsmeistari: 2018, 2020 Bikarmeistari: 2015, 2016 Leikir: 267 Mörk: 46 Stoðsendingar: 60 Leikmaður ársins: 2016 Einu sinni í liði ársins Silfurskór: 2016 Líklega hafa fáir þjálfarar hentað leikmanni betur og Ólafur Jóhannesson Kristni Frey Sigurðssyni. Og öfugt. Óli Jó kom til Vals fyrir tímabilið 2015. Valsmenn urðu þá bikarmeistarar og endurtóku leikinn 2016. Kristinn Freyr Sigurðsson horfir aðdáunaraugum á Íslandsmeistarabikarinn.vísir/bára Það tímabil var Kristinn frábær og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði þrettán mörk í 21 deildarleik, fékk silfurskóinn og var verðskuldað valinn leikmaður ársins. Þá gerði hann fjögur mörk í fjórum bikarleikjum. Eftir stutt stopp í atvinnumennsku sneri Kristinn aftur í Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2018 og 2020. Hann fór svo í FH en fór svo í þriðja skiptið til Vals fyrir tímabilið 2023. Kristinn hefur heldur betur markað spor í sögu Vals en hann hefur unnið fjóra stóra titla með félaginu og er auk þess fimmti leikjahæsti leikmaður þess í efstu deild og sá sjötti markahæsti. 44. Luca Kostic Lið: ÍA, Grindavík Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1958 Íslandsmeistari: 1992, 1993 Bikarmeistari: 1993 Leikir: 71 Mörk: 5 Stoðsendingar: 2 Leikmaður ársins: 1992 Tvisvar sinnum í liði ársins Já, þetta eru bara tvö ár á því tímabili sem er hér til umfjöllunar. En þvílík ár og þvílík áhrif sem Luca Kostic hafði 1992 og 1993. Luca Kostic lyftir Íslandsmeistarabikarnum eftir sigur ÍA á FH, 3-1, í næstsíðustu umferðinni 1992.á sigurslóð Þegar Guðjón Þórðarson tók við ÍA haustið 1990 hófst hann handa við að styrkja liðið og byrjaði aftast. Hann fékk Kristján Finnbogason frá KR, Ólaf Adolfsson frá Tindastóli og Luca frá Þór, þar sem hann hafði spilað í tvö ár eftir komuna frá Júgóslavíu. Stríðið þar í landi hafði þau áhrif að hingað til lands streymdu leikmenn sem voru alltof góðir fyrir deildina okkar. Og Luca var einn þeirra. ÍA vann B-deildina 1991 og varð svo Íslandsmeistari sem nýliði ári seinna. Luca var frábær í miðjunni á þriggja manna vörn Skagamanna og var valinn leikmaður ársins, fyrstur erlendra leikmanna. Svo kom auðvitað draumasumarið 1993; titlarnir tveir, yfirburðirnir ótrúlegu, sigurinn á Feyenoord og allt það. Eftir það hellti Luca sér út í þjálfun en hann markaði heldur betur djúp spor í sögu fótboltans á Akranesi og sögu efstu deildar. 43. Björn Daníel Sverrisson Lið: FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2008, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2010 Leikir: 236 Mörk: 50 Stoðsendingar: 33 Leikmaður ársins: 2013 Tvisvar sinnum í liði ársins Ef þú ætlaðir að komast í lið FH sem átján ára gutti á gullaldarárunum þurftirðu að hafa eitthvað sérstakt. Og Björn Daníel Sverrisson hafði eitthvað sérstakt. Björn Daníel Sverrisson átti gott tímabil með FH í fyrra.vísir/anton Björn Daníel kom inn í lið FH sem varð Íslandsmeistari 2008 og endurtók leikinn árið eftir. Hlutverk hans fór alltaf stækkandi og um tvítugt var hann orðinn lykilmaður í FH-liðinu. Það var sama hvort Björn Daníel spilaði sem „átta“ eða „tía“. Hann leysti bæði hlutverk með sóma; varðist vel, spilaði boltanum vel frá sér og skilaði mörkum. Sumarið 2012 skoraði Björn Daníel níu mörk í 21 leik þegar FH varð Íslandsmeistari með nokkrum yfirburðum, í sjötta sinn á níu árum. Björn Daníel skilaði sömu tölfræði sumarið eftir en spilaði þá enn betur og var valinn leikmaður ársins. Þá voru ekki fleiri lönd að nema hér heima og hann hélt í atvinnumennsku. Þegar Björn Daníel kom aftur heim 2019 var búið að fella FH af stalli sínum og fyrstu árin hans eftir heimkomuna voru ekki eftirminnileg. En hann minnti heldur betur á sig í fyrra þar sem hann átti ljómandi gott tímabil, skoraði átta mörk og var besti leikmaður FH ásamt Kjartani Kára Halldórssyni. 42. Gunnleifur Gunnleifsson Lið: KR, Keflavík, HK, FH, Breiðablik Staða: Markvörður Fæðingarár: 1975 Íslandsmeistari: 1999, 2012 Bikarmeistari: 1999, 2010 Leikir: 304 Stoðsendingar: 1 Tvisvar sinnum í liði ársins Við munum líklega seint sjá feril eins og hjá Gunnleifi Gunnleifssyni aftur. Ferill hans í meistaraflokki taldi aldarfjórðung og hann er fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar og einn fimm í þrjú hundruð leikja klúbbnum. Langstærstur hluti leikjanna í efstu deild kom eftir að Gunnleifur varð 32 ára en síðasta tímabil hans sem aðalmarkvörður var hann 44 ára. Gunnleifur Gunnleifsson átti magnaðan og gríðarlega langan feril.vísir/bára Fyrir 1998 var Gunnleifur jafnvel þekktari sem handboltamaður en fótboltamaður. Tímabilið 1994-95 var hann til að mynda einn markahæsti leikmaður í efstu deild handboltans. En sumarið 1998 sló Gunnleifur í gegn í efstu deild í fótboltanum. Eftir 3-1 tap KR í Eyjum setti Atli Eðvaldsson Gunnleif í markið hjá Vesturbæjarstórliðinu. Hann þakkaði heldur betur traustið, hélt hreinu í sjö fyrstu leikjum sínum og fékk aðeins þrjú mörk á sig í átta leikjum fyrir KR sem tapaði fyrir ÍBV í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnleifur var varamarkvörður hjá KR tvöfalda meistaraárið 1999 en spilaði svo tvö ár með Keflavík. Þaðan fór hann aftur heim í HK sem var þá í 2. deild. Hann hjálpaði HK-ingum að komast upp í efstu deild og var stærsta ástæða þess að þeir héldu sér þar 2007. Frammistaða hans í fjórum sigurleikjum HK það sumarið var einstök. Eftir tvö ár í viðbót hjá HK og stutt stopp hjá Vaduz í Liechtenstein fór Gunnleifur í FH. Á þremur árum þar varð hann bikar- og Íslandsmeistari en sneri svo aftur í Kópavoginn haustið 2012, öllum að óvörum til Breiðabliks. Næstu sjö árin lék Gunnleifur 153 af 154 deildarleikjum Blika. Sumarið 2015 hélt hann tólf sinnum hreinu og Breiðablik fékk aðeins þrettán mörk á sig sem er met í tólf liða deild. Gunnleifur fékk tvær silfurmedalíur í deildinni á tíma sínum hjá Breiðabliki og átti stórleik í bikarúrslitunum 2018 þar sem Blikar lutu í lægra haldi fyrir Stjörnumönnum, þá 43 ára. 41. Steingrímur Jóhannesson Lið: ÍBV, Fylkir Staða: Framherji Fæðingarár: 1973 Íslandsmeistari: 1997, 1998 Bikarmeistari: 1998, 2001, 2002 Leikir: 221 Mörk: 81 Stoðsendingar: 35 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 1998, 1999 Eftir að hafa verið Robin í sóknarleik ÍBV sumarið 1997 þurfti Steingrímur Jóhannesson að klæðast Batman-skikkjunni sumarið 1998. Og hún fór honum svona líka vel. Steingrímur Jóhannesson, 1973-2012.ljósmyndasafn vestmannaeyja Steingrímur skoraði níu mörk í fyrstu sex leikjum ÍBV í efstu deild 1998, ekkert í næstu þremur leikjum en svo sjö mörk í næstu fjórum leikjum. Stuðullinn á að markametið myndi falla hríðlækkaði en svo fór að Steingrímur endaði í sextán mörkum. Hann varð markakóngur og ÍBV vann tvöfalt, deild og bikar. Hann skoraði í bikarúrslitaleiknum gegn Leiftri ásamt bróður sínum, Hjalta. Steingrímur varð aftur markakóngur 1999 en Eyjamenn urðu að sjá á eftir báðum titlunum í hendur KR-inga. Framan af ferlinum var Steingrímur ekki sá nýtnasti á færin sín en bætti það heldur betur og sumurin 1997-2000 skoraði hann 45 mörk í 71 leik og vann auk þess þrjá stóra titla með ÍBV. Steingrímur fór til Fylkis 2001 og bætti þar tveimur bikarmeistaratitlum í safnið. Alls skoraði hann 81 mark í 221 leik í efstu deild og vann fimm stóra titla. Steingrímur lést eftir baráttu við krabbamein 2012, þá 39 ára. Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
50. Kristinn Steindórsson Lið: Breiðablik, FH Staða: Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2010, 2022, 2024 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 207 Mörk: 59 Stoðsendingar: 38 Tvisvar sinnum í liði ársins Átján ár eru síðan Kristinn Steindórsson kom inn í meistaraflokk Breiðabliks og hann er enn að leggja sitt að mörkum fyrir félagið. Kristinn er markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks í efstu deild og hefur tekið þátt í að vinna alla fjóra stóru titlana sem Blikar hafa unnið. Kristinn Steindórsson með Íslandsmeistaraskjöldinn eftir að Breiðablik varð meistari 2022.vísir/hulda margrét Kristinn átti góða innkomu í Blikaliðið 2007 en eftir mikið vonbrigðaár hjá því 2008 fengu ungu mennirnir lyklana 2009. Um tvítugt héldu Kristinn og Alfreð Finnbogason sóknarleik Breiðabliks uppi og mynduðu eitt besta sóknardúó í sögu efstu deildar. Þeir náðu ótrúlega vel saman og Alfreð var sérstaklega lunkinn við að finna Kristin sem tók oft og iðulega frábær hlaup og kláraði færin sín af öryggi. Hann skoraði samtals 31 deildarmark árin 2009-11 en sneri aftur í efstu deild 2018, þá sem leikmaður FH. Þau ár eru auðgleymd og ferilinn virtist vera að fjara út. Þá getur verið gott að snúa aftur heim og Kristinn endurræsti ferilinn í grænu treyjunni. Hann var oft notaður sem falsframherji (e. false nine), skoraði 21 mark næstu þrjú árin (2020-22) og var í lykilhlutverki þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari 2022. Þeir endurtóku leikinn í fyrra en þá var Kristinn aðallega í hlutverki miðjumanns. Hann hefur því þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í þremur mismunandi hlutverkum. Geri aðrir betur. 49. Björgólfur Takefusa Lið: Þróttur, Fylkir, KR, Víkingur, Fram, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1980 Bikarmeistari: 2008 Leikir: 182 Mörk: 83 Stoðsendingar: 14 Tvisvar sinnum í liði ársins Gullskór: 2003, 2009 Silfurskór: 2006, 2008 Björgólfur Takefusa er vanur að meðhöndla peninga og hann framleiddi líka mikilvægasta gjaldmiðil fótboltans; mörk. Hann byrjaði frekar seint að spila í efstu deild og ferilinn fjaraði nokkuð fljótt út en á blómaskeiði sínu var hann beittasti framherji landsins. Björgólfur Takufusa vann ferna markaskó á ferlinum.vísir/daníel Björgólfur sló í gegn með Þrótti sumarið 2003 þar sem hann vann Gullskóinn. Þeir Sören Hermannsen skoruðu báðir tíu mörk og Þróttarar voru efstir eftir fyrri umferðina en féllu samt. Björgólfur átti tvö ágæt ár í Fylki en fór svo í KR 2006. Og þrjú af fimm tímabilum sínum í Vesturbænum skoraði hann tíu mörk eða meira og vann einn gullskó og tvo silfurskó. Sumarið 2006 skoraði Björgólfur tíu mörk í aðeins þrettán leikjum. Mörkin voru aðeins fjögur tímabilið 2007 en næstu tvö ár urðu mörkin samtals þrjátíu. Fimm markanna 2009 komu gegn Val í lokaumferðinni en með þeirri ótrúlegu frammistöðu tryggði hann sér Gullskóinn. Þarna toppaði líka ferill Björgólfs. Hann náði aldrei sömu hæðum eftir þetta, yfirgaf KR 2010, átti eitt þokkalegt tímabil með Víkingi (þótt liðið hafi fallið) en síðustu þrjú tímabilin í efstu deild, með Fylki, Val og Fram, voru ekkert spes. Alltaf voru gerðar meiri og meiri kröfur á framherja og Björgólfur gerði kannski mikið annað en bara að skora, eins fáránlega og það hljómar. En í þeirri list voru fáir honum fremri. 48. Ólafur Adolfsson Lið: ÍA Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1967 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996 Leikir: 99 Mörk: 13 Stoðsendingar: 5 Einu sinni í liði ársins Ein bestu út fyrir kassann félagaskipti íslenskrar fótboltasögu voru þegar Guðjón Þórðarson, þá nýtekinn við ÍA í annað sinn, sótti Ólaf Adolfsson til ÍA frá Tindastóli haustið 1990. Þér var fyrirgefið fyrir að vera hissa enda var Ólafur sennilega þekktari sem körfuboltamaður en fótboltamaður á þessum tíma. En hann reyndst ein styrkasta stoð Skagaveldisins á næstu árum. Ólafur Adolfsson fylgist með Haraldi Ingólfssyni meðhöndla Íslandsmeistarabikarinn eftir sigur ÍA á FH, 3-1, í næstsíðustu umferðinni 1992.á sigurslóð Ólafur spilaði bara sex tímabil í efstu deild og varð fimm sinnum Íslandsmeistari. Þeir Haraldur Ingólfsson, Sigursteinn Gíslason og Alexander Högnason voru þeir einu sem voru í lykilhlutverkum í öllum fimm Íslandsmeistaraliðum ÍA. Sumrin 1991-1993 myndaði Ólafur besta miðvarðapar landsins með Luka Kostic og gerði slíkt hið sama með Zoran Miljkovic 1994-96. Luka og Zoran vógu Ólaf gríðarlega vel upp og öfugt. ÍA fékk aðeins áttatíu mörk á sig í níutíu deildarleikjum á Íslandsmeistaraárunum 1992-96 og Ólafur átti ekki lítinn þátt í því. Hann var ekki bara góður að verja markið sitt heldur var hann gríðarlega ógnandi í vítateig andstæðinganna. Ólafur skoraði þrettán mörk í 99 leikjum í efstu deild sem er eftirtektarverð tölfræði fyrir miðvörð. Frægasta markið var eflaust þegar hann kom ÍA á bragðið í úrslitaleiknum gegn KR haustið 1996. Skagamenn tryggðu sér þá sinn fimmta Íslandsmeistaratitil í röð. Ári seinna var Ólafur hættur að spila í efstu deild, aðeins þrítugur. En hann hafði þá sannarlega sett mark sitt á deildina með afgerandi hætti. 47. Haukur Páll Sigurðsson Lið: Þróttur, Valur Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2017, 2018, 2020 Bikarmeistari: 2015, 2016 Leikir: 283 Mörk: 37 Stoðsendingar: 27 Þrisvar sinnum í liði ársins Í lengri tíma var einn af föstu punktunum í tilverunni að sjá Hauk Pál Sigurðsson fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hann sneri síðan aftur á völlinn, oft með einhvers konar vafning á höfði eða öðrum stöðum. Haukur Páll var nefnilega óhræddur við að setja hausinn og aðra líkamsparta í hættuna. Valur gerði heldur betur góð kaup í Hauki Páli Sigurðssyni 2010.vísir/bára Hann var líka frábær leikmaður. Gríðarlega öflugur í loftinu og miðað við sentímetra sem honum voru skaffaðir einn besti skallamaður sem hefur spilað í deildinni hér heima. En Haukur Páll var annað og meira. Hann var taktmælirinn í frábæru Valsliði Ólafs Jóhannessonar sem vann fjóra stóra titla á fjórum árum og stýrði spilinu hjá því með stæl. Hann bætti svo einum Íslandsmeistaratitli við undir stjórn Heimis Guðjónssonar 2020. Þrátt fyrir að vera alltaf hnjaskaður missti Haukur Páll heldur ekki af mörgum leikjum. Þegar yfir lauk urðu leikirnir í efstu deild 283 sem gera hann að einum leikjahæsta leikmanni í sögu hennar. 46. Ólafur Páll Snorrason Lið: Valur, Fylkir, FH, Fjölnir, Valur Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1982 Íslandsmeistari: 2005, 2006, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2010 Leikir: 220 Mörk: 25 Stoðsendingar: 73 Einu sinni í liði ársins Eftir frekar tíðindalítil fyrstu ár í efstu deild kom Ólafur Páll Snorrason eins og stormsveipur inn í lið FH sumarið 2005. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp tíu í aðeins tólf leikjum og var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Það var einmitt það sem hann byggði feril sinn öðru fremur á. Í 220 leikjum í efstu deild gaf hann 73 stoðsendingar. Aðeins þrír leikmenn hafa lagt upp fleiri mörk síðan byrjað var taka tölfræði yfir stoðsendingar 1992. Ólafur Páll Snorrason átti afar góðu gengi að fagna með FH.vísir/daníel Ólafur Páll sneri heim í Fjölni 2007 og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild og í bikarúrslit í fyrsta sinn. Sumarið 2008 var hann svo eins konar falsframherji í stórskemmtilegu liði Fjölnis sem endaði í 6. sæti og komst aftur í bikarúrslit. Ólafur Páll skoraði sex mörk í deildinni og lagði upp níu. Eftir stutt stopp í Val sneri Ólafur Páll aftur í FH um mitt sumar 2009 og lék með liðinu út tímabilið 2014. Á þeim tíma urðu FH-ingar einu sinni Íslandsmeistarar og einu sinni bikarmeistarar og voru nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn 2014 án þess að tapa leik. Ólafur Páll lauk svo ferlinum með Fjölni tímabilin 2015 og 2016, þá í þriðja hlutverkinu sem hann blómstraði í á ferlinum; sem miðjumaður. Fjölnismenn lentu í 6. sæti 2015 og því fjórða árið eftir og voru hársbreidd frá því að komast í Evrópukeppni. 45. Kristinn Freyr Sigurðsson Lið: Fjölnir, Valur, FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1991 Íslandsmeistari: 2018, 2020 Bikarmeistari: 2015, 2016 Leikir: 267 Mörk: 46 Stoðsendingar: 60 Leikmaður ársins: 2016 Einu sinni í liði ársins Silfurskór: 2016 Líklega hafa fáir þjálfarar hentað leikmanni betur og Ólafur Jóhannesson Kristni Frey Sigurðssyni. Og öfugt. Óli Jó kom til Vals fyrir tímabilið 2015. Valsmenn urðu þá bikarmeistarar og endurtóku leikinn 2016. Kristinn Freyr Sigurðsson horfir aðdáunaraugum á Íslandsmeistarabikarinn.vísir/bára Það tímabil var Kristinn frábær og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði þrettán mörk í 21 deildarleik, fékk silfurskóinn og var verðskuldað valinn leikmaður ársins. Þá gerði hann fjögur mörk í fjórum bikarleikjum. Eftir stutt stopp í atvinnumennsku sneri Kristinn aftur í Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2018 og 2020. Hann fór svo í FH en fór svo í þriðja skiptið til Vals fyrir tímabilið 2023. Kristinn hefur heldur betur markað spor í sögu Vals en hann hefur unnið fjóra stóra titla með félaginu og er auk þess fimmti leikjahæsti leikmaður þess í efstu deild og sá sjötti markahæsti. 44. Luca Kostic Lið: ÍA, Grindavík Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1958 Íslandsmeistari: 1992, 1993 Bikarmeistari: 1993 Leikir: 71 Mörk: 5 Stoðsendingar: 2 Leikmaður ársins: 1992 Tvisvar sinnum í liði ársins Já, þetta eru bara tvö ár á því tímabili sem er hér til umfjöllunar. En þvílík ár og þvílík áhrif sem Luca Kostic hafði 1992 og 1993. Luca Kostic lyftir Íslandsmeistarabikarnum eftir sigur ÍA á FH, 3-1, í næstsíðustu umferðinni 1992.á sigurslóð Þegar Guðjón Þórðarson tók við ÍA haustið 1990 hófst hann handa við að styrkja liðið og byrjaði aftast. Hann fékk Kristján Finnbogason frá KR, Ólaf Adolfsson frá Tindastóli og Luca frá Þór, þar sem hann hafði spilað í tvö ár eftir komuna frá Júgóslavíu. Stríðið þar í landi hafði þau áhrif að hingað til lands streymdu leikmenn sem voru alltof góðir fyrir deildina okkar. Og Luca var einn þeirra. ÍA vann B-deildina 1991 og varð svo Íslandsmeistari sem nýliði ári seinna. Luca var frábær í miðjunni á þriggja manna vörn Skagamanna og var valinn leikmaður ársins, fyrstur erlendra leikmanna. Svo kom auðvitað draumasumarið 1993; titlarnir tveir, yfirburðirnir ótrúlegu, sigurinn á Feyenoord og allt það. Eftir það hellti Luca sér út í þjálfun en hann markaði heldur betur djúp spor í sögu fótboltans á Akranesi og sögu efstu deildar. 43. Björn Daníel Sverrisson Lið: FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2008, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2010 Leikir: 236 Mörk: 50 Stoðsendingar: 33 Leikmaður ársins: 2013 Tvisvar sinnum í liði ársins Ef þú ætlaðir að komast í lið FH sem átján ára gutti á gullaldarárunum þurftirðu að hafa eitthvað sérstakt. Og Björn Daníel Sverrisson hafði eitthvað sérstakt. Björn Daníel Sverrisson átti gott tímabil með FH í fyrra.vísir/anton Björn Daníel kom inn í lið FH sem varð Íslandsmeistari 2008 og endurtók leikinn árið eftir. Hlutverk hans fór alltaf stækkandi og um tvítugt var hann orðinn lykilmaður í FH-liðinu. Það var sama hvort Björn Daníel spilaði sem „átta“ eða „tía“. Hann leysti bæði hlutverk með sóma; varðist vel, spilaði boltanum vel frá sér og skilaði mörkum. Sumarið 2012 skoraði Björn Daníel níu mörk í 21 leik þegar FH varð Íslandsmeistari með nokkrum yfirburðum, í sjötta sinn á níu árum. Björn Daníel skilaði sömu tölfræði sumarið eftir en spilaði þá enn betur og var valinn leikmaður ársins. Þá voru ekki fleiri lönd að nema hér heima og hann hélt í atvinnumennsku. Þegar Björn Daníel kom aftur heim 2019 var búið að fella FH af stalli sínum og fyrstu árin hans eftir heimkomuna voru ekki eftirminnileg. En hann minnti heldur betur á sig í fyrra þar sem hann átti ljómandi gott tímabil, skoraði átta mörk og var besti leikmaður FH ásamt Kjartani Kára Halldórssyni. 42. Gunnleifur Gunnleifsson Lið: KR, Keflavík, HK, FH, Breiðablik Staða: Markvörður Fæðingarár: 1975 Íslandsmeistari: 1999, 2012 Bikarmeistari: 1999, 2010 Leikir: 304 Stoðsendingar: 1 Tvisvar sinnum í liði ársins Við munum líklega seint sjá feril eins og hjá Gunnleifi Gunnleifssyni aftur. Ferill hans í meistaraflokki taldi aldarfjórðung og hann er fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar og einn fimm í þrjú hundruð leikja klúbbnum. Langstærstur hluti leikjanna í efstu deild kom eftir að Gunnleifur varð 32 ára en síðasta tímabil hans sem aðalmarkvörður var hann 44 ára. Gunnleifur Gunnleifsson átti magnaðan og gríðarlega langan feril.vísir/bára Fyrir 1998 var Gunnleifur jafnvel þekktari sem handboltamaður en fótboltamaður. Tímabilið 1994-95 var hann til að mynda einn markahæsti leikmaður í efstu deild handboltans. En sumarið 1998 sló Gunnleifur í gegn í efstu deild í fótboltanum. Eftir 3-1 tap KR í Eyjum setti Atli Eðvaldsson Gunnleif í markið hjá Vesturbæjarstórliðinu. Hann þakkaði heldur betur traustið, hélt hreinu í sjö fyrstu leikjum sínum og fékk aðeins þrjú mörk á sig í átta leikjum fyrir KR sem tapaði fyrir ÍBV í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnleifur var varamarkvörður hjá KR tvöfalda meistaraárið 1999 en spilaði svo tvö ár með Keflavík. Þaðan fór hann aftur heim í HK sem var þá í 2. deild. Hann hjálpaði HK-ingum að komast upp í efstu deild og var stærsta ástæða þess að þeir héldu sér þar 2007. Frammistaða hans í fjórum sigurleikjum HK það sumarið var einstök. Eftir tvö ár í viðbót hjá HK og stutt stopp hjá Vaduz í Liechtenstein fór Gunnleifur í FH. Á þremur árum þar varð hann bikar- og Íslandsmeistari en sneri svo aftur í Kópavoginn haustið 2012, öllum að óvörum til Breiðabliks. Næstu sjö árin lék Gunnleifur 153 af 154 deildarleikjum Blika. Sumarið 2015 hélt hann tólf sinnum hreinu og Breiðablik fékk aðeins þrettán mörk á sig sem er met í tólf liða deild. Gunnleifur fékk tvær silfurmedalíur í deildinni á tíma sínum hjá Breiðabliki og átti stórleik í bikarúrslitunum 2018 þar sem Blikar lutu í lægra haldi fyrir Stjörnumönnum, þá 43 ára. 41. Steingrímur Jóhannesson Lið: ÍBV, Fylkir Staða: Framherji Fæðingarár: 1973 Íslandsmeistari: 1997, 1998 Bikarmeistari: 1998, 2001, 2002 Leikir: 221 Mörk: 81 Stoðsendingar: 35 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 1998, 1999 Eftir að hafa verið Robin í sóknarleik ÍBV sumarið 1997 þurfti Steingrímur Jóhannesson að klæðast Batman-skikkjunni sumarið 1998. Og hún fór honum svona líka vel. Steingrímur Jóhannesson, 1973-2012.ljósmyndasafn vestmannaeyja Steingrímur skoraði níu mörk í fyrstu sex leikjum ÍBV í efstu deild 1998, ekkert í næstu þremur leikjum en svo sjö mörk í næstu fjórum leikjum. Stuðullinn á að markametið myndi falla hríðlækkaði en svo fór að Steingrímur endaði í sextán mörkum. Hann varð markakóngur og ÍBV vann tvöfalt, deild og bikar. Hann skoraði í bikarúrslitaleiknum gegn Leiftri ásamt bróður sínum, Hjalta. Steingrímur varð aftur markakóngur 1999 en Eyjamenn urðu að sjá á eftir báðum titlunum í hendur KR-inga. Framan af ferlinum var Steingrímur ekki sá nýtnasti á færin sín en bætti það heldur betur og sumurin 1997-2000 skoraði hann 45 mörk í 71 leik og vann auk þess þrjá stóra titla með ÍBV. Steingrímur fór til Fylkis 2001 og bætti þar tveimur bikarmeistaratitlum í safnið. Alls skoraði hann 81 mark í 221 leik í efstu deild og vann fimm stóra titla. Steingrímur lést eftir baráttu við krabbamein 2012, þá 39 ára.
Lið: Breiðablik, FH Staða: Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2010, 2022, 2024 Bikarmeistari: 2009 Leikir: 207 Mörk: 59 Stoðsendingar: 38 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: Þróttur, Fylkir, KR, Víkingur, Fram, Valur Staða: Framherji Fæðingarár: 1980 Bikarmeistari: 2008 Leikir: 182 Mörk: 83 Stoðsendingar: 14 Tvisvar sinnum í liði ársins Gullskór: 2003, 2009 Silfurskór: 2006, 2008
Lið: ÍA Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1967 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996 Leikir: 99 Mörk: 13 Stoðsendingar: 5 Einu sinni í liði ársins
Lið: Þróttur, Valur Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2017, 2018, 2020 Bikarmeistari: 2015, 2016 Leikir: 283 Mörk: 37 Stoðsendingar: 27 Þrisvar sinnum í liði ársins
Lið: Valur, Fylkir, FH, Fjölnir, Valur Staða: Kantmaður Fæðingarár: 1982 Íslandsmeistari: 2005, 2006, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2010 Leikir: 220 Mörk: 25 Stoðsendingar: 73 Einu sinni í liði ársins
Lið: Fjölnir, Valur, FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1991 Íslandsmeistari: 2018, 2020 Bikarmeistari: 2015, 2016 Leikir: 267 Mörk: 46 Stoðsendingar: 60 Leikmaður ársins: 2016 Einu sinni í liði ársins Silfurskór: 2016
Lið: ÍA, Grindavík Staða: Miðvörður Fæðingarár: 1958 Íslandsmeistari: 1992, 1993 Bikarmeistari: 1993 Leikir: 71 Mörk: 5 Stoðsendingar: 2 Leikmaður ársins: 1992 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: FH Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2008, 2009, 2012 Bikarmeistari: 2010 Leikir: 236 Mörk: 50 Stoðsendingar: 33 Leikmaður ársins: 2013 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: KR, Keflavík, HK, FH, Breiðablik Staða: Markvörður Fæðingarár: 1975 Íslandsmeistari: 1999, 2012 Bikarmeistari: 1999, 2010 Leikir: 304 Stoðsendingar: 1 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: ÍBV, Fylkir Staða: Framherji Fæðingarár: 1973 Íslandsmeistari: 1997, 1998 Bikarmeistari: 1998, 2001, 2002 Leikir: 221 Mörk: 81 Stoðsendingar: 35 Einu sinni í liði ársins Gullskór: 1998, 1999
Besta deild karla Þeir bestu Tengdar fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07 Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12. maí 2025 10:07
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12. maí 2025 09:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn