Víkingar skipta um gír Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Sölvi Geir Ottesen og hans menn þurfa að skipta um gír og við tekur heldur frábrugðið undirbúningstímabil frá því sem menn eru vanir. Vísir/Vilhelm Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót. Víkingur fór í vetur lengra en nokkurt íslenskt félag hefur gert í Evrópukeppni áður og féll naumlega úr leik fyrir gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Um var að ræða fyrstu leikina undir stjórn Sölva sem segir Víkinga geta borið höfuðið hátt. „Það segir dálítið mikið að við göngum út úr þessari keppni, eftir að hafa rétt misst af 16-liða úrslitum, svona svekktir. Það sýnir kannski bara hvaða stað við erum komnir á að geta gefið Panathinaikos þetta góðan leik um þetta sæti,“ „Við horfum til baka mjög stoltir af frammistöðu okkar í Sambandsdeildinni. En nú er það búið og við getum farið að einbeita okkur að deildinni. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Lengsta tímabil íslensks liðs Tímabil Víkings í fyrra var því það lengsta í sögunni, frá undirbúningstímabili fram í febrúar í ár varði það í meira en tólf mánuði. Leikmenn og þjálfarar tóku stutt frí í kringum jól og áramót en enginn tími gefst til að slaka á nú, þegar aðeins um fimm vikur eru í fyrsta leik í Bestu deildinni. Því tekur við frábrugðið undirbúningstímabil þar sem félagið þurfti að segja sig úr Lengjubikarnum, sem öll önnur lið í Bestu deildinni taka þátt í. „Við þurftum að segja okkur úr Lengjubikarnum því það var bara ekki hægt að púsla þessum leikjum saman. Með þetta einvígi í Sambandsdeildinni inni í þessu öllu. Þannig að við höfum bara þurft að finna leiðir til þess að finna æfingaleiki. Svo förum við í æfingaferð 2. mars og svo erum við búnir að stilla upp æfingaleikjum eftir hana,“ segir Sölvi. Einn mótsleikur fram að deild Víkingar munu því ekki spila neina mótsleiki fram á deildarkeppninni, að einum undanskildum. Bose-mótið klárast yfirleitt fyrir áramót en aðeins úrslitaleikur þess stendur eftir. Sá fer ekki fram fyrr en skömmu fyrir mót og vonast Sölvi eftir að þeim leik muni líkja til „Svo á eftir að spila úrslitaleikinn í Bose-mótinu sem verður vonandi að stærri gerðinni og verður svolítið eins og meistarar meistaranna leikirnir. Úrslitaleikurinn er rétt fyrir mót við KR, ég held það sé spennandi að mæta á hann og það verði flottur leikur,“ segir Sölvi Geir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan . Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð. 25. febrúar 2025 23:15 Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. 26. febrúar 2025 07:30 „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. 25. febrúar 2025 14:45 Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. 20. febrúar 2025 10:00 Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. 19. febrúar 2025 17:55 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Víkingur fór í vetur lengra en nokkurt íslenskt félag hefur gert í Evrópukeppni áður og féll naumlega úr leik fyrir gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Um var að ræða fyrstu leikina undir stjórn Sölva sem segir Víkinga geta borið höfuðið hátt. „Það segir dálítið mikið að við göngum út úr þessari keppni, eftir að hafa rétt misst af 16-liða úrslitum, svona svekktir. Það sýnir kannski bara hvaða stað við erum komnir á að geta gefið Panathinaikos þetta góðan leik um þetta sæti,“ „Við horfum til baka mjög stoltir af frammistöðu okkar í Sambandsdeildinni. En nú er það búið og við getum farið að einbeita okkur að deildinni. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Lengsta tímabil íslensks liðs Tímabil Víkings í fyrra var því það lengsta í sögunni, frá undirbúningstímabili fram í febrúar í ár varði það í meira en tólf mánuði. Leikmenn og þjálfarar tóku stutt frí í kringum jól og áramót en enginn tími gefst til að slaka á nú, þegar aðeins um fimm vikur eru í fyrsta leik í Bestu deildinni. Því tekur við frábrugðið undirbúningstímabil þar sem félagið þurfti að segja sig úr Lengjubikarnum, sem öll önnur lið í Bestu deildinni taka þátt í. „Við þurftum að segja okkur úr Lengjubikarnum því það var bara ekki hægt að púsla þessum leikjum saman. Með þetta einvígi í Sambandsdeildinni inni í þessu öllu. Þannig að við höfum bara þurft að finna leiðir til þess að finna æfingaleiki. Svo förum við í æfingaferð 2. mars og svo erum við búnir að stilla upp æfingaleikjum eftir hana,“ segir Sölvi. Einn mótsleikur fram að deild Víkingar munu því ekki spila neina mótsleiki fram á deildarkeppninni, að einum undanskildum. Bose-mótið klárast yfirleitt fyrir áramót en aðeins úrslitaleikur þess stendur eftir. Sá fer ekki fram fyrr en skömmu fyrir mót og vonast Sölvi eftir að þeim leik muni líkja til „Svo á eftir að spila úrslitaleikinn í Bose-mótinu sem verður vonandi að stærri gerðinni og verður svolítið eins og meistarar meistaranna leikirnir. Úrslitaleikurinn er rétt fyrir mót við KR, ég held það sé spennandi að mæta á hann og það verði flottur leikur,“ segir Sölvi Geir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan .
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð. 25. febrúar 2025 23:15 Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. 26. febrúar 2025 07:30 „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. 25. febrúar 2025 14:45 Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. 20. febrúar 2025 10:00 Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. 19. febrúar 2025 17:55 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð. 25. febrúar 2025 23:15
Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. 26. febrúar 2025 07:30
„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. 25. febrúar 2025 14:45
Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. 20. febrúar 2025 10:00
Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. 19. febrúar 2025 17:55