Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir og Stefanía Benónísdóttir skrifa 26. febrúar 2025 11:30 Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar