Montpellier gat vart unnið naumari sigur en liðið skoraði í blálokin og tryggði sér tveggja marka sigur, lokatölur 30-28. Það má segja að Dagur hafi spilað stórt hlutverk í sigrinum en hann skoraði þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum.
Með sigrinum hefur Montpellier tryggt sér sigur í riðli I þegar ein umferð er eftir og þar með sæti í 8-liða úrslitum.
Í Portúgal tók Porto á móti Kiel. Fór það svo að gestirnir unnu fimm marka sigur, lokatölur 30-35. Þorsteinn Leó skorðai fimm mörk í leiknum og var markahæstur í liði Porto ásamt Daymaro Salina.
Þrátt fyrir að hafa unnið aðeins einn leik í riðli III er Porto í 3. sæti þegar ein umferð er eftir. það dugir liðinu í umspil um sæti í 8-liða úrslitum.