Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 23:34 Hermenn að störfum í Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðs í Mexíkó, þar sem hörð átök glæpamanna hafa átt sér stað í marga mánuði og kostað hundruð lífið. Getty/Luis Antonio Rojas Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að til greina komi að beita hernum gegn Sinaloa-samtökunum og öðrum slíkum sem framleiða og smygla fíkniefnum eins og kókaíni, metamfetamín og fentanyl til Bandaríkjanna í miklu magni. Bandaríkjamenn hafa skilgreint samtökin, og önnur gengi í Mexíkó og öðrum ríkjum Suður-Ameríku, sem hryðjuverkasamtök. Sjá einnig: CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sérfræðingar segja mögulegt að samtökin muni aldrei ná styrk sínum á nýjan leik og segja íbúar í samnefndu héraði Mexíkó að Sinaloa-samtökin gætu orðið fórnarlömb annarra glæpagengja ríkisins. Í ítarlegri grein Wall Street Journal segir að andstæðingar Sinaloa í öðrum glæpahópi sem kallast Jalisco New Generation, séu líklegastir til að reyna að fylla upp í það tómarúm sem átökin innan Sinaloa hafa myndað og reyna að ná yfirráðum yfir fentanyl-framleiðslu samtakanna, sem er mjög umfangsmikil. JSN voru einnig skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Svik leiddu til stríðs Um fimm mánuðir eru síðan tvær stærstu fylkingar Sinaloa-samtakanna byrjuðu að slást um yfirráð. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, hafa baris um yfirráð yfir samtökunum gegn stuðningsmönnum hins 76 ára gamla Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Bæði El Chapo og El Mayo komu að stofnun Sinaloa-samtakanna og tóku fulla stjórn á þeim í gífurlega blóðugum átökum árið 2008. Báðir sitja þeir þó núna í fangaklefum í Bandaríkjum. El Chapo var handtekinn fyrir nokkrum árum og dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2019. El Mayo var óvænt handtekinn síðasta sumar eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna og leiddi þau svik til stríðsins innan samtakanna. Þegar sólin sest í Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, drífa íbúar borgarinnar sig heim og læsa sig inni. Götur, veitingastaðir og verslanir borgarinnar eru tómar. Þúsundir hafa flúið heimili sín í borginni vegna átakanna. Átökin hafa kostað Sinaloa-samtökin verulega bæði í mannafla og peningum. Þau hafa sömuleiðis gert fíkniefnaframleiðslu erfiðari og dýrari. Talið er að átökin hafi kostað að minnsta kosti átta hundruð manns lífið en tæplega tvö þúsund er saknað. WSJ segir stríðandi fylkingar hafa myrt fjölda stuðningsmanna hvors annars og þar á meðal áhrifavalda. Einnig liggja fjölmargir lögregluþjónar, stjórnmála- og embættismenn auk annarra óbreyttra borgara í valnum. Her Mexíkó og aðrar öryggissveitir hafa lagt mikið púður í að góma Iván Archivaldo Guzmán, einn sona „El Chapo“, en árið 2019 leiddi hann hundruð glæpamanna í umsátri um Culiacan sem leiddi til þess að lögregluþjónar þurftu að sleppa Ovidio Guzmán úr haldi. Ovidio var gómaður aftur árið 2023 í áhlaupi hersins sem leiddi til dauða um 150 glæpamanna og tíu hermanna. Erfiðleikar hjá sonum „El Chapo“ Nýverið gómuðu hermenn tvo af háttsettum meðlimum Sinaloa. Þar á meðal var Canobbio Inzunza, sem talinn er vera hægri hönd Iván Archivaldo. Inzunza hefur verið ákærður í Bandaríkjunum og verður mögulega framseldur. CNN segir tvo aðra háttsetta meðlimi Sinaloa hafa einnig verið handsamaða í síðustu viku. Allir þrír eru taldir hafa tekið virkan þátt í átökum undanfarinna mánaða og stjórnun Sinaloa-samtakanna. Blaðamaður EL País í Mexíkó segir handtökurnar til marks um veikari stöðu Chapo-fylkingarinnar innan Sinaloa-samtakanna. Sú fylking hafi misst fjölmarga leiðtoga á undanförnum mánuðum. Þá segir í grein spænska miðilsins að næstu dagar gætu varpað frekara ljósi á hver örlög Sinaloa-samtakanna verði og þá sérstaklega hverjir muni vinna stríðið. Sú fylking mun þá standa frammi fyrir miklum erfiðleikum, hvort sem það er frá yfirvöldum í Mexíkó eða í Bandaríkjunum, eða frá öðrum glæpasamtökum Mexíkó. Mexíkó Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að til greina komi að beita hernum gegn Sinaloa-samtökunum og öðrum slíkum sem framleiða og smygla fíkniefnum eins og kókaíni, metamfetamín og fentanyl til Bandaríkjanna í miklu magni. Bandaríkjamenn hafa skilgreint samtökin, og önnur gengi í Mexíkó og öðrum ríkjum Suður-Ameríku, sem hryðjuverkasamtök. Sjá einnig: CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sérfræðingar segja mögulegt að samtökin muni aldrei ná styrk sínum á nýjan leik og segja íbúar í samnefndu héraði Mexíkó að Sinaloa-samtökin gætu orðið fórnarlömb annarra glæpagengja ríkisins. Í ítarlegri grein Wall Street Journal segir að andstæðingar Sinaloa í öðrum glæpahópi sem kallast Jalisco New Generation, séu líklegastir til að reyna að fylla upp í það tómarúm sem átökin innan Sinaloa hafa myndað og reyna að ná yfirráðum yfir fentanyl-framleiðslu samtakanna, sem er mjög umfangsmikil. JSN voru einnig skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Svik leiddu til stríðs Um fimm mánuðir eru síðan tvær stærstu fylkingar Sinaloa-samtakanna byrjuðu að slást um yfirráð. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, hafa baris um yfirráð yfir samtökunum gegn stuðningsmönnum hins 76 ára gamla Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Bæði El Chapo og El Mayo komu að stofnun Sinaloa-samtakanna og tóku fulla stjórn á þeim í gífurlega blóðugum átökum árið 2008. Báðir sitja þeir þó núna í fangaklefum í Bandaríkjum. El Chapo var handtekinn fyrir nokkrum árum og dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2019. El Mayo var óvænt handtekinn síðasta sumar eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna og leiddi þau svik til stríðsins innan samtakanna. Þegar sólin sest í Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, drífa íbúar borgarinnar sig heim og læsa sig inni. Götur, veitingastaðir og verslanir borgarinnar eru tómar. Þúsundir hafa flúið heimili sín í borginni vegna átakanna. Átökin hafa kostað Sinaloa-samtökin verulega bæði í mannafla og peningum. Þau hafa sömuleiðis gert fíkniefnaframleiðslu erfiðari og dýrari. Talið er að átökin hafi kostað að minnsta kosti átta hundruð manns lífið en tæplega tvö þúsund er saknað. WSJ segir stríðandi fylkingar hafa myrt fjölda stuðningsmanna hvors annars og þar á meðal áhrifavalda. Einnig liggja fjölmargir lögregluþjónar, stjórnmála- og embættismenn auk annarra óbreyttra borgara í valnum. Her Mexíkó og aðrar öryggissveitir hafa lagt mikið púður í að góma Iván Archivaldo Guzmán, einn sona „El Chapo“, en árið 2019 leiddi hann hundruð glæpamanna í umsátri um Culiacan sem leiddi til þess að lögregluþjónar þurftu að sleppa Ovidio Guzmán úr haldi. Ovidio var gómaður aftur árið 2023 í áhlaupi hersins sem leiddi til dauða um 150 glæpamanna og tíu hermanna. Erfiðleikar hjá sonum „El Chapo“ Nýverið gómuðu hermenn tvo af háttsettum meðlimum Sinaloa. Þar á meðal var Canobbio Inzunza, sem talinn er vera hægri hönd Iván Archivaldo. Inzunza hefur verið ákærður í Bandaríkjunum og verður mögulega framseldur. CNN segir tvo aðra háttsetta meðlimi Sinaloa hafa einnig verið handsamaða í síðustu viku. Allir þrír eru taldir hafa tekið virkan þátt í átökum undanfarinna mánaða og stjórnun Sinaloa-samtakanna. Blaðamaður EL País í Mexíkó segir handtökurnar til marks um veikari stöðu Chapo-fylkingarinnar innan Sinaloa-samtakanna. Sú fylking hafi misst fjölmarga leiðtoga á undanförnum mánuðum. Þá segir í grein spænska miðilsins að næstu dagar gætu varpað frekara ljósi á hver örlög Sinaloa-samtakanna verði og þá sérstaklega hverjir muni vinna stríðið. Sú fylking mun þá standa frammi fyrir miklum erfiðleikum, hvort sem það er frá yfirvöldum í Mexíkó eða í Bandaríkjunum, eða frá öðrum glæpasamtökum Mexíkó.
Mexíkó Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira