Tillagan var sett fram af Úkraínu og Evrópusambandinu en er ekki lagalega bindandi. Tillagan var samþykkt í dag þegar slétt þrjú ár eru liðin frá innrás Rússa í Úkraínu.
Kosningaþátttakan var minni en í fyrri sambærilegum atkvæðagreiðslum. 93 þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni, 65 sátu hjá og 18 sögðu nei. Sumar ályktanir Úkraínu hafa verið studdar af yfir 140 löndum á allsherjarþinginu.
Bandaríkin hafa reynt að fá Úkraínu til að draga ályktunartillöguna til baka, þannig að varatillaga frá Bandaríkjunum gæti náð meirihluta. Í bandaríska textanum er hins vegar ekki minnst á að Rússar hafi ráðist inn í Úkraínu og hertekið stór svæði í nágrannaríkinu.
Niðurstöður atkvæðagreiðslna á allsherjarþinginu þykja góður mælikvarði á afstöðu í heiminum til stíðsins í Úkraínu.