Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar 24. febrúar 2025 09:30 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun