Þetta kemur fram í Facebook-færslu Einars.
Þar birtir hann mynd af Millu í sundbol í heitri laug með greinilega óléttubumbu. Við myndina skrifar hann: „Magnaða konan mín sem er með lítið kríli í maganum! Gleðilegan konudag, konur.“
Fyrir eiga þau hjónin saman soninn Emil Magnús sem fæddist 3. apríl 2021 og á Einar tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Þau trúlofuðu sig í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu árið 2019 og giftu sig með eins dags fyrirvara árið 2020.
Það er skammt stórra högga á milli hjá Einar sem sprengdi nýlega meirihlutann í Reykjavík og hætti sem borgarstjóri þegar nýr meirihluti tók við á föstudaginn.