Glæsi­mörk á Kanarí tryggðu topp­sætið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dani Olmo skoraði fyrra mark Barcelona.
Dani Olmo skoraði fyrra mark Barcelona. Vísir/Getty

Barcelona náði toppsætinu í spænsku úrvalsdeildinni á nýjan leik í kvöld eftir sigur á Kanaríeyjum gegn Las Palmas.

Atletico Madrid náði toppsætinu á Spáni eftir 3-0 sigur á Valencia fyrr í dag en Börsungar vissu að þeir gætu lyft sér á toppinn á nýjan leik með sigri á Las Palmas á útivelli á Kanarí.

Leikurinn var fremur bragðdaufur, lítið um færi en lið Barcelona þó sterkari aðilinn. Eina mark leiksins kom á 62. mínútu. Þá fékk Dani Olmo boltann í teignum, steig skref til vinstri og þrumaði knettinum í þverslána inn uppi í vinstra hornið. Glæsilegt mark en Olmo kom inn sem varamaður í leikhléi fyrir Fermin Lopez.

Las Palmas gekk erfiðlega að skapa sér færi til að freista þess að jafna metin. Það var hins vegar lið Barcelona sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Ferran Torres fékk þá boltann í teignum og kláraði frábærlega, þrumaði knettinu í slána og inn. Lokatölur 2-0 og Börsungar fögnuðu toppsætinu.

Toppbaráttan er æsispennandi, Barcelona er með 54 stig í efsta sæti, Atletico 53 í öðru sæti og nágrannar þeirra í Real Madrid með 51 stig í þriðja sæti en geta jafnað Börsunga að stigum með sigri á Girona á morgun.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira