Inter var í öðru sæti ítölsku deildarinnar fyrir leik kvöldsins og var tveimur stigum á eftir Napoli sem var í efsta sætinu.
Inter var sterkari aðilinn í kvöld en gestirnir úr Genoa sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deildina. Hvorugu liðinu gekk sérlega vel að skapa sér alvöru marktækifæri og það var ekki fyrr en á 78. mínútu sem eina mark leiksins kom.
Þar var á ferðinni Argentínumaðurinn Lautaro Martinez og um leið tryggði hann Inter efsta sætið í deildinni, að minnsta kosti þar til Napoli leikur gegn Como á morgun.