Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen og Jón Ólafsson skrifa 20. febrúar 2025 12:01 Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar