Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen og Jón Ólafsson skrifa 20. febrúar 2025 12:01 Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt háskóla- og rannsóknasamfélag er grunnstoð framfara, nýsköpunar og þróunar samfélagsins, sem tryggir samkeppnishæfni þjóða í síbreytilegum heimi. En íslensk stjórnvöld virðast á undanförnum árum hafa misst sjónar á þessu lykilatriði. Fjármunir hafa ítrekað verið færðir frá Háskóla Íslands til að fjármagna óljóst skilgreind og jafnvel óþörf verkefni. Háskólinn hefur veikst og hann er í öllum alþjóðlegum samanburði vanfjármagnaður. Það er þessi veruleiki sem blasir við nýjum rektor Háskóla Íslands sem tekur við keflinu af Jóni Atla Benediktssyni 1. júlí næstkomandi. Rektor Háskólans er ekki ráðinn með sama hætti og opinberir embættismenn, heldur er kosið í embættið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfi. Allt háskólasamfélagið tekur þátt í kosningu rektors – starfsfólk stjórnsýslu, akademískt starfsfólk og nemendur – í kringum 20 þúsund manns. Og það er komið að kosningum: Þær verða haldnar 18. og 19. mars næstkomandi. Það mun koma í hlut næsta rektors Háskóla Íslands að berjast fyrir betri fjármögnun, enda er ljóst að vanfjármögnun skólans hefur þrengt að gæðum hans og um leið grafið undan öllum innviðum. Rektor þarf að tala skýrt um mikilvægi Háskóla Íslands fyrir íslenskt samfélag og sannfæra stjórnvöld um að hressilegs átaks sé þörf til að tryggja að þessi mikilvæga menntastofnun – miðstöð rannsókna og kennslu í landinu – njóti þess aðbúnaðar, tækifæra og fjármagns sem nauðsynlegt er fyrir samfélagslegan styrk Íslands til framtíðar. Magnús Karl Magnússon hefur þá þekkingu og reynslu sem þarf til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands við þær flóknu aðstæður sem nú eru um framtíð og uppbyggingu skólans. Hann hefur gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á þeim tíma. Auk þess hefur Magnús Karl víðtæka stjórnunarreynslu og hefur í tengslum við hana verið óhræddur við að taka skýrt til máls um rannsókna-, þróunar- og vísindastarf og sýnt að hann skilur þarfir þess. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, sem talar skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn samfélagslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Við styðjum Magnús Karl því í rektorskosningum sem fram undan eru og hvetjum þig til að gera hið sama. Lotta María Ellingsen er prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands. Jón Ólafsson er prófessor við Íslensku- og menningardeild og Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar