„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2025 22:44 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Sjá meira
„Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Sjá meira