„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2025 22:44 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira
„Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira