Þingið kafi í styrkveitingarnar Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 08:18 Vilhjálmur vill að þingið kafi í styrkjamálið svokallaða. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun leggja til á fundi nefndarinnar í dag að stofnað verði til frumkvæðisathugunar á styrkveitingum ríkisins til stjórnmálaflokka. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira