Þingið kafi í styrkveitingarnar Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 08:18 Vilhjálmur vill að þingið kafi í styrkjamálið svokallaða. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun leggja til á fundi nefndarinnar í dag að stofnað verði til frumkvæðisathugunar á styrkveitingum ríkisins til stjórnmálaflokka. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent