„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2025 20:46 Þorleifur Ólafsson var ekki ánægður með gæðin á leiknum í kvöld en sáttur með stigin tvö Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum