Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun