Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. febrúar 2025 19:09 Albert Jónsson segir vendingar í alþjóðamálunum ekki koma til með að hafa áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu. NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu.
NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira