Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Terrence Shannon lék með Texas Tech áður en hann skipti yfir í Illinois skólann þar sem hann var í tvö ár. Þessi tvö ár voru nógu góð til að treyja hans fór upp í rjáfur. Getty/y John E. Moore III Þetta átti að vera stórt kvöld fyrir fyrrum leikmanns skólans en breyttist fljótt í það að vera aðhlátursefni á netmiðlum. Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Háskólabolti NCAA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Háskólabolti NCAA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira