Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:14 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Sjá meira